Saturday, November 30, 2013

Jólamyndadagatal / Christmas Photo Calendar

Ég er mikið jólabarn og elska allt sem viðkemur jólunum...fyrir utan stressið og lætin sem vilja oft fylgja.  Ég elska líka að skoða fallegar jóla og vetrarmyndir sem fá mann til að gleyma stressinu og ná fram einhverri notalegri "nostalgíu" tilfinningu sem er svo góð. 
Þar sem ég er alltaf að æfa mig í ljósmyndun og reyna að verða betri og betri þá ákvað ég í haust að ég ætlaði að prófa að taka svona vetrar og jólaljósmyndir og í kjölfarið fékk ég þá hugmynd af hafa svona Jólamyndadagatal, að birta eina mynd á dag frá 1.desember til jóla.  Það yrði bæði pressa á mig að standa mig og bara skemmtilegt verkefni fyrir mig til að bæta mig.  Svo náið þið vonandi lík að njóta og upplifa sömu tilfinningu og ég þegar ég skoða svona myndir :-)
Undirbúningurinn er búinn að vera nokkur !  Bæði hugmyndavinna og svo er heilmikill undirbúningur að redda rétta "propsinu".....hehe....bæði fatnaði og hlutum.  En ferlið er búið að vera skemmtilegt.  Ég er búin að taka eitthvað af myndunum en á eitthvað eftir.....er nefnilega svoldið að bíða eftir snjónum sem er að láta bíða eftir sér ;-)
Jólamyndadagatalið hefst sem sagt á morgun, 1.desember og mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-)
En vonandi hafið þið eins gaman að þessu og ég !
For my english speaking friends :-)
I just love Christmas / winter photos and I I got this idea a month ago to do a Christmas photo calendar on my blog. From December first until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)
kveðja
Kristín Vald jólabarn

Sunday, November 24, 2013

Jóladagatöl / Advent Calendars

Jæja, nú er aðeins vika í 1.desember sem þýðir að þá þarf að fara að huga að jóladagatalinu !

Ég gerði dagatalið okkar fyrir nokkrum árum síðan.  Vildi gera eitthvað öðruvísi þar sem ég nennti ekki að finna endalausar litlar gjafir og þar að auki fá stelpurnar í skóinn frá 12.desember.  Ég ákvað því að gera samverudagatal. 

Á hverjum degi er þeim lofað samverustund með okkur foreldrunum.  Stundin þarf ekki að vera stór, viðamikil eða dýr.  Bara hversdagslegir hlutir sem við erum að gera á aðventunni en með þessu eru þeir gerðir spennandi og skemmtilegir.  Þetta eru hlutir eins og að kíkja á kaffihús, baka piparkökur, horfa á jólamynd, föndra, skreyta, fara í göngutúr og skoða jólaljósin og svo framvegis.  Mínar stelpur eru allavega spenntar yfir þessu og eru nú þegar farnar að koma með hugmyndir hvað þær vilja gera :-)

Ég hengdi 24 litla sæta ramma á stóra hvíta plötu og útbjó miða með tölum frá 1-24 sem ég setti inní rammana.  Fyrir neðan rammana er svo lítill nagli þar sem ég hengi á lítinn upprúllaðan miða með slaufu. 


Þið getið svo kíkt á fleiri myndir af dagatalinu mínu hér.

En það er svooooo mikil til af skemmtilegum hugmyndum af jóladagatölum og ákvað ég að sýna ykkur nokkrar !

Hérna eru kaffibollar skreyttir skemmtilega.

Fallegir litlir babúsku pokar.

Hér er eitt mjöööög einfalt, umslög hengd upp á skemmtilegan hátt.  Hægt er að útfæra þessa hugmynd á marga vegu.
Lítil sæt hús sett á jólagrein.
Hver vill ekki fá eina smáköku á hverjum degi í desember :-)
Þetta er snilld fyrir unglinginn....já eða skvísumömmuna ;-)

Litlir bréfpokar, hægt að útfæra á ýmsa vegu.

Sniðug lausn fyrir alla Pez kallana sem safnast upp :-)
 
Litlar dósir með segli aftaná sem eru svo hengdar á ísskápinn.



Önnur umslaga hugmynd.

Og svo eru það klósettpappírs rúllurnar :-)

Eitt sniðugt fyrir te unnendur !

Litlir vasar hengdir upp á vegg.

Algjör snilld fyrir endurvinnslufólkið :-)

Lítil box og pakkar í allskyns stærðum.

Mér finnst þessi falleg þar sem fallegt jólaksraut fær að njóta sín sem gjafir.


Fallegir marglitir jólasokkar hengdir á arininn.

24 litlar fötur með góðgæti.

Hver vill ekki fá einn koss á dag......því það kemur skapinu í lag :-)

Mjög sniðugt fyrir bjórunnendur.....


....en spurning hvort að vín dagatalið yrði kannski aðeins of mikið ???


 Eins og þið sjáið eru hugmyndirnar endalausar. Þannig að nú er bara að fara að bretta upp ermarnar og undirbúa jóladagatalið ykkar !
  
Hér eru fleiri hugmyndir af skemmtilegum jóladagatölum á Pinterest, nánar tiltekið 1250 hugmyndir :-)
Í desember ætla ég svo að hafa jólamyndadagatal hérna á  blogginu og á facebook síðunni.....fylgist því spennt með :-)
I just wanted to show you my Christmas calendar and some other ideas I found on Pinterest, some awsome ideas :-)  I also wanted to tell you that I´m having a Christmas "photo" Calendar here on my blog in December.....so stay tuned :-)
kveðja
Kristín Vald

Wednesday, November 20, 2013

Facebook !

Jæja, ákvað að búa til Facebook síðu utanum bloggið mitt, ykkur er velkomið að "læka" og fylgjast með mér þar líka :-)
I´m now also on facebook !
kveðja
Kristín Vald

Saturday, November 9, 2013

Koja í bústað

Við erum smátt og smátt að koma okkur fyrir í bústaðnum og alltaf einhver smáverkefni sem eru í gangi.  Nýjasta verkefnið okkar er kojan í stelpuherberginu.  Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt þar og þetta er útkoman :-)
Bátur, höfrungar og viti í bláa litnum okkar í stíl við hafið í nágrenni bústaðsins !
Sæta hornið í stelpuherberginu.  Falleg litrík hilla úr Tiger þar sem hægt er að geyma skeljar og kuðunga úr fjöruferðunum.
Þessi sería er alltaf jafn sæt og er líka úr Tiger.
Snaginn sem ég gerði úr hnúðunum.
Kveðja
Kristín Vald