Saturday, July 7, 2012

Sumar og sól

Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun en kannski lítið gert í því að læra eitthvað og að læra vel á myndavélina mína.  Maður notar þvi miður allt of oft auto stillinguna :-(  En ég stefni á það í framtíðinni að læra meira.

En á meðan þá æfir maður sig bara með fallegustu fyrirsæturnar, dætur mínar ;-)  Ég fór með þær út um síðustu helgi, settist út i móa með stóru linsuna, þær léku sér og ég skaut um 200 myndir af þeim.....því að þá fær maður alltaf 20-30 mjög góðar.  Mér finnst skemmtilegustu myndirnar þar sem þær eru ekki með athyglina á mér og eru í leik, ekkert of uppstillt.

Ég vinn svo myndirnar alltaf aðeins í photoshop, lýsi þær, eyk contrastinn í levels og dreg aðeins niður litinn í saturation.  Svo hef ég aðeins verið að prófa að nota actions í photoshop sem er fljótleg leið til að vinna með myndirnar.  Það er hægt að fá flott actions hjá Florabella Collection og My 4 hens photography. Svona actions kosta slatta en hægt er á frá fríar prufur hér undir freebie.  Sniðugt til að prófa þetta :-)

Hérna kemur svo afraksturinn





Hérna er linkur á Sunday Snapshot þar sem fullt af fólki er að deila myndunum sínum og myndatrikkum.


Sumarkveðja
Kristín Vald