Saturday, December 3, 2016

December 3 - Homemade Nutella

2.desember

Hver elskar ekki Nutella ???  
Allavega ég :)
En eins og við flest vitum en Nutella ekki kannski það hollasta í heimi.  
En hvað ef ég segði ykkur að hægt er að búa til heimalagað Nutella sem er töluvert hollara og alveg eins gott !

Aðeins tvö hráefni og tekur enga stunda að búa til, enginn auka sykur og engin aukaefni, bara hnetur og dökkt súkkulaði....hljómar of gott til að vera satt :)   Og algjör snilld að gera til að gefa í litlar aðventugjafir, leynivinagjafir eða jólagjafir fyrir þá sem eiga allt !


Uppskrift:

200 gr heslihnetur án hýðis (ca tveir litlir pokar)
170 gr dökkt súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)

Ristið hneturnar í ofni á 200°C í 10 mín.  Ef þið eruð með heslihnetur með hýði, takið þá hýðið af með því að setja hneturnar í viskastykki og mylja hýðið af með því að nudda hnetunum saman.

Setjið því næst hneturnar í matvinnsluvél og látið þær maukast vel í góðar 5 mínútur þangað til þær verða að mauki.  Gott er að stoppa öðru hverju og skafa hliðarnar með sleikju.
Svo setjið þið súkkulaðið í lítinn pott og bræðið við vægan hita. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið maukuðum heslihnetunum saman við og hrærið þangað til að allt hefur blandast vel saman.
Setjið á krukkur og í kæli.

Ágætt er að setja krukkurnar í kæli í tvo tíma til að blandan nái að harðna aðeins en svo er gott að taka þær úr kæli geyma þær á þurrum stað svo að blandan verði ekki of hörð.

Svo er bara að njóta með því sem hugurinn girnist :)

Værsegooo :)


Homemade Nutella :)

Homemade Nutella. Nutella. Two ingredients. Ten minutes. THAT’S IT. 

Ingredient:
200 gr hazelnuts 
170 gr dark chocolate

.....and use google translate to translate the above....hehe...

Friday, December 2, 2016

Desember 2.

2. desember

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó........
....ó já, það sem mig vantar núna er smá meiri snjó....og þó það væri ekki nema smá snjór :)  En því miður enginn snjór í kortunum !


Let it snow, let it snow, let it snow.....
...yes, that´s what I need....more snow.  We don´t have any snow here in the south part of ICE-land yet....how ironic is that ;)  So I´m praying for some snow soon :)

hugs
Kristín

Thursday, December 1, 2016

December 1

1.desember

Jæja....loksins loksins er kominn 1.desember og nú hefst jóladagatalið mitt í fjórða skiptið.  Mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-) 

Ég er búin að vera dugleg í sumar og haust að undirbúa mig, safna fullt af hugmyndum, útfæra þær, safna propsi og taka myndir.  En þar sem maður býr á þessu blessaða, fallega skeri þá ræður maður ekki alltaf veðrinu og snjónum og eins og þið hafið eflaust tekið eftir hefur ekki verið mikið um snjó undanfarið.....frekar milt vorveður !  Í fyrra var heldur ekki mikill snjór í desember og náði ég því ekki að taka allar myndirnar sem ég ætlaði að taka þá.....en ég var svo ótrúlega sniðug og séð að ég tók 2-3 tökur í lok des og janúar þegar það kom fallegur snjór og geymdi þér myndir ;)  Þannig að ég á nokkrar tilbúnar ef enginn snjór kemur :)

Vonandi njótið þið og fáið að upplifa smá jólastemningu á aðventunni :)

Þessi yndislega mynd var t.d. tekin í mars á þessu ári ;)


Today my Christmas photo Calendar starts for the fourth year :) 

From today until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)

I hope you´ll enjoy !

hugs
Kristín

Monday, November 28, 2016

Advent candles


Í gær var fyrsti í aðventu og er því ekki úr vegi að sýna ykkur aðventuskreytinguna í ár :) 

Að vanda er einfaldleikinn í fyrirrúmi og einnig er ég mikið fyrir að nota náttúruleg efni, eins og þennan lurk úr garðinum. Þessi fallegu kerti keypti ég í Húsgagnahöllinni og minnsta kertið í Garðheimum. Svo blanda ég saman ýmsum jólatrjám sem ég hef keypt í gegnum tíðina svo úr verður ævintýraskógur :)
Skreytingin í fyrra verður að vísu uppi við líka en ég varð nú að finna upp á einhverri nýrri skreytingu til að sýna hérna á síðunni Yesterday was first sunday of Advent and this is my Christmas candles this year, a fairytale forrest :) I love to keep everything simple and natural 

:)

KKristín

Saturday, November 26, 2016

Christmas calendar begins December first :)

Jólamyndadagatalið mitt byrjar 1.desember :)


Be sure to follow me to experience true Christmas spirit :)

Kristín

Monday, October 17, 2016

Workshop with Elena Shumilova

Ég var svo heppin að sækja námskeið í Danmörku í ágúst hjá hinni heimsfrægu Elenu Shumilova, rússneskum ljósmyndara.  Einstakt tækifæri og lærði ég heilmikið, kynntist skemmtilegum ljósmyndurum og ferðin var algjörlega frábær.  Hér koma nokkrar myndir sem ég tók á námskeiðinu.
In August I had the oportunity to attend a workshop with the famous Russian photographer, Elena Shumilova in Aalborg, Denmark.  It was an amazing weekend and I learned alot :)  Here are some of the pictures I took on the workshop.

Kristín Vald

Tuesday, July 5, 2016

Land Rover picnic :)

Skrapp í yndislega lautarferð í gær á Land Rovernum hans pabba :)
Fleiri myndir væntanlegar !
I went on a lovely picnic yesterday on my dad´s Land Rover :)
Stay tuned....more to come :)

Kristín Vald

Sunday, March 27, 2016

Friday, March 25, 2016

Easter hands

Undanfarna páska þá hef ég tekið nokkrar páska handamyndir og ákvað ég því að halda áfram þeirri hefð :)  Hérna koma fyrstu tvær !As usual I´m taking some Easter hand photos for the Easter holidays :)

Enjoy 

Kristín

Sunday, March 20, 2016

Winter tulips

Vorið alveg að koma hérna á Íslandinu góða.  Tók þessar fyrir tveimur vikum þegar veturinn réð enn ríkjum :)
The spring is almost here in Iceland !  I shot these pictures two weeks ago when there was still so much snow :)

hugs
Kristín