Sunday, December 30, 2012

Fjölskylda

 
Kínverska táknið fyrir fjölskyldu :-)
 
Keypti þetta fallega jólaskraut á jólatréð okkar á netinu ásamt nokkrum öðrum kínverskum táknum en þetta finnst mér standa uppúr ! 
 
Gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskylduna mína og hvernig við urðum fjölskylda :-)

Sunday snapshot

Tuesday, December 25, 2012

Gleðileg jól

Gleðileg jól kæru lesendur og takk fyrir allar heimsóknirnar á liðnu ári og takk sérstaklega fyrir öll fallegu "kommentin" sem þið skrifðuð.  Án þeirra væri ég ekki að þessu....þannig að ef þið viljið að ég haldi þessu áfram, endilega að skilja eftir smá kveðju :-)
 
Markmiðið mitt fyrir næsta ár er að læra betur á myndavélina mína og taka meira af myndum.  Er búin að skrá mig á námskeið svo þið getið alveg búist því að sjá eitthvað meira af myndum á blogginu mínu á nýju ári.  Svo reyni ég að sýna eitthvað annað skemmtilegt inná milli.
 
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók í gær, aðfangadag af stelpunum mínum.
 







Jólaknús
Kristín
 
 


Sunday, December 23, 2012

Jólagleði

Jæja, jólagleðin er allsráðandi í Blómvanginum þessa dagana.  Allt komið í jólabúninginn og hér er beðið eftir jólunum í rólegheitunum.  Tók nokkrar myndir af jólagleðinni og vona að þið njótið eins vel og við gerum :-)
 
Rauðir túlipanar finnst mér ómissandi um jólin.
 
 
Jólatréð í stofu stendur.....
 
 
Nokkur falleg hjörtu fá að njóta sín, öll keypt í ILVU.
 
 
 
 
 
Fallega Habitat jólatréð mitt, orðið örugglega 9 ára gamalt en alltaf sígilt !
 

 
Hreindýrin sætu úr ILVA.
 
 
Málaði þessa jólasveina fyrir löngu og þykir mér voðalega vænt um þá.
 
 
 
Litli þæfðu eplin fékk ég í jólagjöf í fyrra frá eldri dóttur minni.  Dagatalið okkar í baksýn.
 
 
Sætar krukkur úr Rúmfó, bætti smá borða utanum þær til að gera þær aðeins jólalegri :-)
 
 
Jólastelpurnar, keyptar í Hagkaup fyrir nokkrum árum.
 
 
....og hreindýr að sjálfsögðu !
 
 
 
 
 
Hef alltaf fundist svona syngjandi fjölskyldur svo jólalegar og fann þessa fyrir nokkrum árum.
 
 
Eitt skemmtilegt og öðruvísi hreindýr :-)
 
 
 
Engillinn minn frá Kötu er uppi hjá mér allt árið, en verður jólaengill um jólin :-)
 
 
Lítill sætur bambi úr Myconceptstore.
 
 
Jólapósturinn á sínum stað.
 
 
Nýjasta framleiðslan í Blómvanginum, lurkakertastjakar.   Já, ég sendi kallinn út í garð til
að bjarga jólagjöfunum :-)  Maður verður nú að bjarga sér á þessum síðustu og verstu !!
 
 
....og svo verður svo kósý þegar skyggja tekur.
 
 
 
Njótið nú jólanna kæru bloggvinir :-)
 
kveðja
Kristín

Friday, December 21, 2012

Jólatrésdúkur

Jæja, nú gengur þetta ekki lengur....alveg að koma jól og engin almennileg jólafærsla komin.  En ég lofa betrum og bótum !!

Ákvað í dag þar sem við vorum að skreyta jólatréð okkar að sýna ykkur jólatrésdúkinn okkar sem ég saumaði sjálf (sem er alveg ótrúlegt hjá konu sem saumar ekki né prjónar !!).  Hreindýraæði byrjaði greinilega snemma hjá mér en ég saumaði dúkinn fyrir jólin 2003.  Hugmyndina fékk ég í Marie Claire idees jólablaði.

Hér er svo dúkurinn.  Ætlaði víst alltaf að ganga frá kantinum en það hefur ekki verið gert ennþá og algjörlega óvíst hvort það verði gert í framtíðinni ;-)








 

 Hér er svo jólatréð komið á dúkinn, kannski ekki alveg fallegasti fóturinn en hann týnist í pakkaflóði !


Hugmyndin úr jólablaði Marie Claire idees 2003.  En hreindýramunstrið var upphaflega á dúk sem er líka mjög flott en ég ákvað að hafa það á jólatrésdúknum.
 

 
...og hérna er tréð svo á dúknum og systurnar að skreyta það !


Svo er smá forsmekkur á gleðinni í næsta pósti, jólaskraut og jólagleði.
Myndin er tekin með nýju linsunni minni (Canon 50 mm 1.4) sem ég fékk loksins í dag.  Hún lofar mjög góðu og lofa ég fullt af skemmtilegum myndum á næstunni :-)



Þangað til næst......túdúlúúúú

Saturday, December 1, 2012

Þegar piparkökur bakast.....

Jæja, 1.desember í dag og allt að detta í jólagírinn. 
Á jóladagatali stelpnanna var piparkökubakstur á dagskránni :-)


















 
Get ekki beðið eftir nýju linsunni minni sem er á leiðinni til landsins, þá verður gaman að taka myndir !