Monday, August 6, 2012

Glefsur úr bústað

Það hefur lítið verið bloggað í sumar enda hefur maður verið á fullu að gera fínt og flott í bústaðnum. Hann er ekki alveg tilbúinn en samt hefur maður náð að gera smá kósí hjá okkur. 

Það er allt mjög ljóst í bústaðnum þannig að við ákváðum að ná fram hlýleikanum með litum og þá helst sæbláum og grænum og svo bleikum.  Bláu og grænu litirnir koma frá sjónum er við horfum á út um gluggann.

 Hér koma því nokkrar glefsur úr bústað :-)



Karfan fína kemur úr ILVU og kostaði aðeins 3500 kr.


..mmmmm....kósý


 
Fínir kollar úr PIER til að tylla sér á og hvíla lúnar fætur.



Svo fórum við fjölskyldan í ferð til Noregs í byrjun sumars og missti mín sig aðeins í krúttubúðunum þar (þú kannast við það Stína Sæm ;-)).  Ég varð ástfangin af þessum ljósum sem fengu svo að fylgja okkur heim.  Yndisleg og passa vel í eldhúsinu í bústaðnum.  Ég keypti þau í búð sem heitir Kremmerhuset.  Margt sætt þar !!




...og svo lýsa þau svona fallega í myrkrinu :-)

Henti meðal annars nokkrum fallegum plastglösum í pokann í þeirri búð.

 

Vitalampinn minn fallegi sem ég keypti í Europris fyrir mörgum árum síðan og var ætlaður í bústaðinn er loksins kominn á sinn stað :-)


Fínu púðarnir og rúmteppið úr Rúmfatalagernum er fullkomið í svefnherbergið.


Snagarnir sem ég bjó til.


Svo vantaði mig einhverjar fallegar myndir í barnaherbergið og fann þessar fallegu myndir á netinu eftir Ilon Wikland sem teiknar myndirnar í bækurnar hennar Astrid Lindgren. Meðal annars þessa yndislegu mynd úr Bróðir minn ljónshjarta.  Svo fallegar myndir og litirnir fullkomnir :-)



Nóg af púðum, litum og áferðum, allt til að gera lífið notalegra :-)

 
Þessa fallegu mynd fann ég í Laura Ashley, fallegu fallegu fiðrildin.


Og hér er svo fallega stellið sem ég keypti í Noregi og dröslaði heim...svoldið vesen...en algjörlega þess virði.


Og svo býð ég ykkur öllum í pönnsur...mmmmmmm....og þær verða svo miklu betri þegar maður borðar þær af svona fallegum diskum :-)  Fallega bleika kökudiskinn á fætinum fékk ég í Evitu á Selfossi, einni flottustu krúttubúðinni á landinu :-)


Takk fyrir innlitið og munið eftir að kvitta í gestabókina sem maður gerir alltaf í bústað :-)

16 comments:

  1. Hólý mólý hvað þetta er flott hjá þér, algjörlega botnlaust! Glösin, könnurnar, diskarnir, fatið á fætinum, púðarnir og teppin, allt bara æði. Síðan elska ég þessa hvítu panelveggi, ég er ekki svo mikið fyrir ómálaðan panel sem er í svo mörgum íslenskum bústöðum. Og að lokum, LJÓSIN ERU ÞAU FLOTTUSTU SEM ÉG HEF SÉÐ, algjörlega trufluð!

    Dásemdin ein, innilega til hamingju með þetta allt saman :)

    Kær kveðja,
    Kikka

    ReplyDelete
  2. vá, æðislegt, svo fallegt! ég fíla svo vel litapallettuna :-)

    ReplyDelete
  3. ómæ þetta er æði hjá þér. Ætla ekki einu sinni að hafa fyrir því að telja upp hvað mér líkar. Þetta er allt svo æðislegt.
    og já eigum við að ræða Norsku búðirnar eithvað og svo er það Evita á Selfossi... ójá sveitarómantíkin klikkar ekki. dásamlegur bústaðurinn hjá ykkur, hlakka til að fylsjast með honum áfram.

    ReplyDelete
  4. Vó!!! Allt yndislega fallegt, hlakka til að fylgjast með þessu bloggi :)

    ReplyDelete
  5. Vá hvað þetta er kósý og flott:-)

    ReplyDelete
  6. Algjörlega frábært hjá ykkur Kristín mín. Mikið hlakka ég til að eiga kósí stundir með ykkur í bústaðnum. Alveg bilað...
    Knús
    Ásta

    ReplyDelete
  7. Já sæl, ég datt niður og dó! Þetta er svooooo fallegt :) Núna datt bústaðurinn upp í efsta sæti yfir þá hluti sem við hjónin verðum að eignast, allt þér að þakka!

    Þetta er yndislegt, njótið þessa í botn :) og btw. ljósin eru dásemd og svo keyptiru teppið "mitt" sægræn/bláa í Ilva :)

    ReplyDelete
  8. Ekkert smá fallegt hjá ykkur nafna :) eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
    Ekki furða þó að þið viljið vera sem mest þarna, bara notalegt og fallegt.
    knús í hús
    Stína

    ReplyDelete
  9. Ekkert smá fallegt hjá ykkur nafna :) eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
    Ekki furða þó að þið viljið vera sem mest þarna, bara notalegt og fallegt.
    knús í hús
    Stína

    ReplyDelete
  10. Þetta er alveg yndislega kósý hjá þér, til hamingju með fallega bústaðinn ykkar, knús og kram
    Ranný

    ReplyDelete
  11. Mikið er þetta flott, fóta-kollarnir algjört uppáhald!
    Kv. Hannaha

    ReplyDelete
  12. Kristín mín þetta er totally geggjað hjá þér/ykkur allt saman!! :-)
    Verð að fara í þessa búð Evitu bráðlega var með tárin í augunum eftir að hafa kíkkað í alveg mega búð á Akureyri Bakgarðurinn, meiriháttar sú búð, finnst vanta einhverja svona verslun í Reykjavíkinni. ;-)

    K.Kv.
    Sigga

    ReplyDelete
  13. Þetta er alveg meiriháttar flott hjá þér Kristín, þú ert alveg með þetta og eldhúsiðljósið er geggjað :) Knús westur, kv. Kristín Reynisd.

    ReplyDelete