Lífið er bara svo miklu skemmtilegra með smá liti í kringum sig :-) Þess vegna ákváðum við að leyfa litunum að njóta sín í sumarbústaðnum okkar. Grunnurinn er hvítur og svo skreytum við með mildum pastel litum, bláum, bleikum, grænum, gulum....
Verð nú að segja að Söstrene Grene hefur staðið sig ótrúlega vel í að bjóða landanum upp á litríkan borðbúnað og er meirihlutinn í eldhúsinu okkar úr þeirri ágætu búð :-)
Ákváðum að hafa opnar hillur í eldhúsinu til að leyfa góssinu að njóta sín !
.jpg)
.jpg)
Líður ykkur ekki bara miklu betur ;-)
Svo vitið þið að það er hægt að "kommenta" við allar færslur hérna á blogginu mínu. Ég veit um fullt af lesendum sem ég þekki sem eru að fylgjast með....látið nú heyra í ykkur ;-)
kveðja
Kristín krútt
Ó, en fallegt!
ReplyDeleteóvá Kristín þetta er algjört æði hjá þér, svo ótrúlega fallegt og sumarlegt <3
ReplyDeleteLangar að sjá svo miklu meira úr bústaðnum þínum ;)
kveðja og knús
Stína
Þú verður bara að kíkja í heimsókn í bústaðinn til að sjá meira Stína mín ;-)
DeleteEr þetta boð til okkar allra eða bara Stínu?? ;)
DeleteÞetta er yndislegt hjá ykkur!
hehe.....má nokkuð skilja útundan ;-)
DeleteMjög fallegt og yndislegir litir :)
ReplyDeleteKveðja Kristín
Algjör draumur og myndirnar frábærar. Knús í kotið ;o)
ReplyDeleteKitta er þessi bústaður Kótilettukot, eða eigið þið Gústi þennan?
Takk takk :-) Nei, þetta er nýr bústaður sem við eigum með ma og pa, Kótilettukotið verður selt ;-)
DeleteOk, hvar er hann staðsettur? Gaman að fá að fylgjast með ykkur hérna.
ReplyDeleteTurílúúú Vilborg
Elska pastel og liti og þeir prýða heimilið þar sem enginn er bústaðurinn enn allavega ;-) Virkilega sætt hjá ykkur! :)
ReplyDeleteKnús
Sigga