Saturday, April 20, 2013

Litir

Lífið er bara svo miklu skemmtilegra með smá liti í kringum sig :-)  Þess vegna ákváðum við að leyfa litunum að njóta sín í sumarbústaðnum okkar.  Grunnurinn er hvítur og svo skreytum við með mildum pastel litum, bláum, bleikum, grænum, gulum....
 
Verð nú að segja að Söstrene Grene hefur staðið sig ótrúlega vel í að bjóða landanum upp á litríkan borðbúnað og er meirihlutinn í eldhúsinu okkar úr þeirri ágætu búð :-)
 
Ákváðum að hafa opnar hillur í eldhúsinu til að leyfa góssinu að njóta sín !


                                               
 


 
Líður ykkur ekki bara miklu betur ;-)
 
Svo vitið þið að það er hægt að "kommenta" við allar færslur hérna á blogginu mínu.  Ég veit um fullt af lesendum sem ég þekki sem eru að fylgjast með....látið nú heyra í ykkur ;-)
 
kveðja
Kristín krútt

10 comments:

 1. óvá Kristín þetta er algjört æði hjá þér, svo ótrúlega fallegt og sumarlegt <3
  Langar að sjá svo miklu meira úr bústaðnum þínum ;)

  kveðja og knús
  Stína

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þú verður bara að kíkja í heimsókn í bústaðinn til að sjá meira Stína mín ;-)

   Delete
  2. Er þetta boð til okkar allra eða bara Stínu?? ;)

   Þetta er yndislegt hjá ykkur!

   Delete
  3. hehe.....má nokkuð skilja útundan ;-)

   Delete
 2. Mjög fallegt og yndislegir litir :)
  Kveðja Kristín

  ReplyDelete
 3. Algjör draumur og myndirnar frábærar. Knús í kotið ;o)

  Kitta er þessi bústaður Kótilettukot, eða eigið þið Gústi þennan?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk takk :-) Nei, þetta er nýr bústaður sem við eigum með ma og pa, Kótilettukotið verður selt ;-)

   Delete
 4. Ok, hvar er hann staðsettur? Gaman að fá að fylgjast með ykkur hérna.
  Turílúúú Vilborg

  ReplyDelete
 5. Elska pastel og liti og þeir prýða heimilið þar sem enginn er bústaðurinn enn allavega ;-) Virkilega sætt hjá ykkur! :)

  Knús
  Sigga

  ReplyDelete