Saturday, November 9, 2013

Koja í bústað

Við erum smátt og smátt að koma okkur fyrir í bústaðnum og alltaf einhver smáverkefni sem eru í gangi.  Nýjasta verkefnið okkar er kojan í stelpuherberginu.  Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt þar og þetta er útkoman :-)
Bátur, höfrungar og viti í bláa litnum okkar í stíl við hafið í nágrenni bústaðsins !
Sæta hornið í stelpuherberginu.  Falleg litrík hilla úr Tiger þar sem hægt er að geyma skeljar og kuðunga úr fjöruferðunum.
Þessi sería er alltaf jafn sæt og er líka úr Tiger.
Snaginn sem ég gerði úr hnúðunum.
Kveðja
Kristín Vald

7 comments:

  1. vá, en skemmtilegt að setja svona lágmynd á kojuna! Fer vel við alla hinu fallegu hlutina í herberginu :-)

    ReplyDelete
  2. Ofsalega fallegt! og gerir mann enn spenntari að sjá meira :)

    *græðgin að fara með mann*

    *knúsar*

    ReplyDelete
  3. Svo fallegt, elska þennan bláa lit hjá ykkur. Hvar færðu vegghillurnar?, knús Ranný

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Ranný mín :-) Litlu vegghillurnar eru úr Bauhaus !

      Delete
  4. Lítur vel út :-)
    kv. Björg

    ReplyDelete
  5. glæsilegt hjá ykkur að vanda :)
    gaman að fylgjast með þessum framkvæmdum

    kveðja
    Bakkafrúin

    ReplyDelete
  6. Svooo krúttulegt og sætt ! :) Er voða skotin í seríunni...!

    Knús,
    Sigga og fuglarnir

    ReplyDelete