Friday, June 6, 2014

Frozen afmæli

Litla heimasætan hélt upp á 6 ára afmælið sitt í vikunni og bað að sjálfsögðu um Frozen afmæli.  Ég fór því að einn rúnt um Pinterest og fékk fullt af skemmtilegum hugmyndum sem ekki kostuðu mikið :)


Ég keypti ljósblá plastglös og diska.  Síðan gróf ég upp jóladótið og fann hekluðu snjókornin mín og hengdi þau í ljósakrónuna fyrir ofan borðið.


Bakaði síðan muffins og gerði ljósblátt smjörkrem sem ég sprautaði mjög frjálslega á kökurnar.  Það átti að koma mjög fallegt rósarmunstur á kökurnar en það heppnaðist einhvernveginn ekki....hehe....en 6 ára skvísurnar voru lítið að spá í því ;-) 


 Svo keypti ég snjókornaskraut í Allt í köku og dreyfði yfir kökurnar.  Síðan eru það Frozen topparnir sem gera útslagið.  Fann myndir á Pinterest sem ég prentaði út í tveimur eintökum, klippti og límdi saman bak í bak og festi tannstöngul á milli.  Einfalt en skemmtilegt :)
Svo voru það sætu snjókarlanefin sem ég gat ekki sleppt !  Litlar gulrætur :)  Stelpurnar borðuðu snjókarlanefin upp til agna og var eiginlega of lítið af þeim.  Gott að hafa smá hollt líka :)  Bjó líka til ídýfu úr sýrðum rjóma og púrrulaukssúpu sem þær gátu dýft í.Bara sætur hann Ólafur :)


Svo þurftum við að sjálfsögðu að hafa hreindýrahorn !!  Lítil pretzels :)


Miðana föndraði ég í photoshop með myndum sem ég fann á netinu.
Hreindýrið Sveinn !


Stelpurnar fengu Frozen fígúrurnar frá ömmu og afa í vetur og voru þær að sjálfsögðu notaðar.  Setti smá gervisnjó í kertastjakann minn og leyfði þeim Önnu, Elsu, Kristjáni og Hans að njóta sín þar.


Svo voru það gjafapokarnir sem allar stelpurnar fengu í þakkargjöf.  En það voru "Viltu koma að gera snjókarl" poki :)


Í honum voru 3 stórir marshmellows og 2 litlir fyrir fætur.  2 saltstangir fyrir hendur.  5 súkkulaðidropar fyrir hnappa og augu og svo 1 appelsínugult nammi fyrir nef !  Sem sagt allt sem maður þarf til að búa til snjókarl :)

Notaði sellofón gjafapoka úr Söstrene og svo föndraði ég toppinn og heftaði við.Það er sem sagt ýmislegt skemmtilegt hægt að gera :)

A little Frozen birthday party I did for my daughters 6 years birthdayparty !

kveðja
Kristín Vald

10 comments:

 1. Vá hvað er þetta er flott og skemmtileg hjá þér :D

  ReplyDelete
 2. Uhhhh ég vona að þér sama Kristín mín um að ég muni copera bókstaflega ALLT! Þetta er algjörlega brillijant hjá þér, súper smart of flott!

  Kv. Steinunn

  ReplyDelete
  Replies
  1. hehe....þar sem ég copieraði nánast allt frá einhverjum öðrum þá ætti það að vera O; ;-)

   Delete
 3. Þú ert bara ótrúlega Kristín ... vildi að ég hefði eitthvað af þessu í fingrunum en ekki bara prjóna og heklunálar, lítið gaman að skreyta veisluborð með því. Virkilega flott og skemmtilegt, hugmyndaflugið óþrjótandi hjá þér eins og alltaf ... Snillingur :)
  Kv. Sigurbjörg

  ReplyDelete
 4. Dásemd!!! Elsk´etta allt <3

  ReplyDelete
 5. Æðislega skemmtilegt, einfaldar og ekki svo dýrar lausnir en afmælisbarnið og gestirnir hafa á nokkurs vafa verið í skýjunum!

  ReplyDelete
 6. Ótrúlega flott allt saman! Ég er að undirbúa frozen afmæli í skrifuðum orðum :) Mig langar svo að forvitnast hvort það sé möguleiki að fá hjá þér eða kaupa af þér til að prenta út spjöldin fyrir nefin hans Ólafs og hreindýrahornin? (ef þú sérð þetta fyrir sunnudaginn) ;)

  Kv. Inga Dóra (ingadora@live.com)

  ReplyDelete