Það hefur verið á "to do" listanum mínum lengi að gera myndavegg í fjölskylduherberginu okkar. Svo rakst ég á þessa mynd sem varð kveikjan að mínum myndavegg.
Þar sem það eru myndir út um allt hús af dætrum okkar tveimur þá ákváðum við að hafa annað þema og setja gamlar myndir af húsinu okkar. Húsið okkar heitir Blómvangur, var byggt árið 1926 og á sér ansi merkilega sögu þar sem það er fyrsta garðyrkjulögbýlið á Íslandi og hér voru meira að segja ræktaðir fyrstu tómatar landsins ásamt öðru grænmeti. Flestar myndirnar eru frá árunum 1930 til 1945.
Hér er svo útkoman:
Keyptum myndahillurnar í IKEA.
Hér fyrir neðan er svo merkileg mynd af Winston Churchill fyrir framan húsið okkar. En hann kom til Ísland í einn dag í ágúst 1941 til að heilsa upp á breska hermenn en kíkti í leiðinni upp í Mosfellssveit til að kynna sér það hvernig Íslendingar nýttu sér heita vatnið til upphitunar. Þessar tvær litlu flöskur og neftóbaksdósina fundum við þegar við fórum að grafa upp í garðinum þegar við tókum húsið í gegn.
Þennan litla lykil fundum við líka grafinn í jörðu hérna fyrir utan húsið. Hver veit af hverju þessi lykill gekk en fallegur er hann og ákváðum við að leyfa honum að njóta sín í þessum fína ramma.
Hérna er svo skemmtileg mynd úr stríðinu sem sýnir kanadískir hermenn á skriðdrekum fyrir utan húsið okkar :-) & merkið fékk ég í Söstrene og tímaglasið er gamalt og finnst mér það endurspegla gamla tímann í þessu myndasafni.
Þessi litli fugl fékk að fljóta með en tengdapabbi tálgaði hann.
...og svo heildarútkoman aftur
Þannig að við erum bara ansi ánægð með myndavegginn okkar og hann er frábær viðbót við fjölskylduherbergið okkar. Okkur finnst líka frábært hvernig við getum viðhaldið sögunni á þennan máta.
For my english speaking friends: I was doing a picture wall in our family room. I decided to put old pictures of our house but it was built 1926 and has a great history. You can even see a picture of Winston Churchill in front of our house in 1941. You can also see an old key, old bottles and a tobacco can which we found in the ground outside the house. We bought the shelves in IKEA.
Þetta er GEGGJAÐ flott hjá þér, mjög svo Pottery Barn-ish! Big like :)
ReplyDeleteRosalega flott hjá thér einsog allt sem thú gerir!! Skemmtilegt ad setja gamlar myndir af húsinu ykkar. Fyndid, ég er med einn tóman vegg sem ég hef verid ad spá í hvort ég eigi ad búa til myndavegg eda setja kommódu...eftir thessar myndir thá hallast ég á myndavegg;-) Knús
ReplyDeleteSnillingar eruð þið nafna :) Glæsilegt og frábært að leyfa myndunum og þessu gömlu hlutum að njóta sín sem þið fundið í kringum húsið.
ReplyDeleteÉg elska alveg hvað þið haldið alltaf mikið í karakter hússins og gamla tímann, en samt er allt svo nýtt og flott hjá ykkur - ykkur tekst rosalega vel upp við þessa endurbyggingu á dásamlegu húsi :)
knús í hús
Bakkafrúin
glæsilegt - skemmtileg hugmynd að tileinka myndavegginn fallega húsinu ykkar. Smekklega gert að vanda, aukahlutirnir setja algjörlega punktinn yfir, fallegt, stílhreint og yfirvega. Til lukku
ReplyDeleteHæ Kristín,
ReplyDeleteég hreinlega datt inn á þessa síðu hjá þér. :)
Glæsileg síða og gaman að skoða!! :-)
Kvitt, kvitt
Kær kveðja
Sigga
Rosa flott! Gaman að sjá þessa ólíku ramma og dásamlegt að sýna sögunni svona mikla virðingu :)
ReplyDeleteKær kveðja,
Kristín
Rosalega flott hjá þér. Mer þykir svona veggir alltaf flottir og skemmtilegt að sjá mismunandi ramma samankomna.
ReplyDelete