Thursday, January 31, 2013

Horft til baka - Janúar

Eitt af markmiðum mínum fyrir árið 2013 var að taka fleiri myndir og vinna meira í því áhugamáli. Er skráð á ljósmyndanámskeið seinni partinn í febrúar og get ekki beðið.  Hlakka mikið til að læra meira á vélina mína og nota alla þá möguleika sem hægt er að nota......ekki bara að nota auto stillinguna.  En þangað til þá reyni ég að taka fleiri myndir og reyna líka að hugsa út fyrir boxið og taka meira af listrænum myndum. 
 
Ég er að taka þátt í "project 52" sem er að taka eina mynd á viku.  Sumir eru að taka þátt í "Project 365" en það finnst mér aðeins of mikið ;-)  Að sjálfsögðu tekur maður fleiri en eina mynd í hverri viku en núna vel ég eina sérstaka mynd út fyrir hverja viku og vinn hana vel í photoshop/lightroom.  Í lok hvers mánaðar ætla ég svo að velja þessar myndir ásamt nokkrum öðrum og setja þær upp í svona myndasafn eins og hér fyrir neðan.
 
Hérna kemur fyrsta myndasafn ársins, fyrir janúar 2013 !

3 comments:

  1. Fallegar myndirnar þínar, verður spennandi að sjá allar flottu myndirnar sem þú vonandi deilir með okkur. Sniðugt þetta project 52...

    ReplyDelete
  2. Yndislegar myndirnar þínar, það ætti kannski ekki að vera erfitt með svona fallegar fyrirsætur og umhverfi heima hjá ykkur :)

    ReplyDelete
  3. Yndislegar myndir og virkilega skemmtilegt verkefni. Var einmitt að ljúka við að taka mynd á dag í heilt ár, mjög lærdómsríkt og skemmtilegt, mæli með þessu :)

    ReplyDelete