Jæja, nú fer að síga á seinnihlutann á þessu svokallaða sumri. Er ekki búin að taka helminginn af þeim myndum/hugmyndum sem ég ætlaði að taka í sumar út af rigningu og veðri :( En þá er bara að vona að haustið verði fallegt með öllum sínum fallegu haustlitum :-)
Svo er ég búin að skrá mig á ótrúlega spennandi "online" ljósmyndanámskeið í vetur sem byrjar í september. Þetta er portrait og lifestyle workshop hjá dönskum ljósmyndara sem heitir Christina Greve. Ótrúlega flottur ljósmyndari sem er markþjálfi líka og hef ég trú á að ég eigi eftir að læra fullt fullt í vetur. Hlakka allavega miiiiikið til að byrja :-)
Hér er ein mynd frá síðasta sólardegi sem var núna í ágúst
Sætubínan :) Vonandi verður haustið dásamlegt og við hin eftir að sjá fullt af fallegum myndum frá þér...maður getur allavega vonað ;)
ReplyDeleteGóða skemmtun á námskeiðunum :)
Kv.
Sigga
Takk Sigga mín :-) Já, ég hef trú á því að haustið verði gæfuríkt og myndaríkt !!
DeleteFallega skotta, geggjuð mynd :)
DeleteTakk Agnes mín og knús til Noregs :-)
DeleteYndi, myndin og daman :)
ReplyDeleteSæt mynd af skottunni þinni og tásumyndirnar frábærar. Ljósmyndanámskeiðið hljómar vel, eiginlega meira en vel. Ég tók námskeið sem ég er reyndar ekki enn búin að ljúka hjá NIP, alveg ágætis námskeið en svolítið þurrt, ég hlakka til að heyra hvernig þetta er.
ReplyDeleteKnús frá Ítalíu
Vilborg