Saturday, September 14, 2013

Sjö myndir í sumar

Mona frá Mona´s Picturseque kom með áskorun að birta 7 uppáhalds myndirnar frá sumrinu og ég ákvað að taka þeirri áskorun.
 
Myndirnar í sumar urðu þó ekki eins margar og ég hefði viljað en ég átti samt í erfiðleikum með að velja ;-)
 
Held mikið upp á þessa mynd af dásamlega folaldinu sem við hittum í sumdar og hestastelpunni minni.
 
 
Elska þessa mynd af systrunum og finnst hún segja svo mikið.  Svo finnst mér hún líka svo rómantísk og falleg :-)
 
 
Tók lúpínu afmælismyndir af eldri snúllunni.
 
 
.....og líka fallega sóleyjarmynd :-)
 
 
Þessi mynd finnst mér samt ná stemningunni í sumar best, rigning, rigning, rigning....en þá er bara að gera gott úr því og hoppa svoldið í pollunum :-)
 
 
Litla snúllan fékk líka lúpínumyndatöku.
 
 
Í þessari rólu hefði ég viljað eyða sumrinu en því miður náði ég bara þessum eina degi í þessari dásemd !!!  Næsta sumar verður sumarið !!
 
 
En þrátt fyrir rigningartíð var sumarið bara skemmtilegt.  Nú skora ég á ykkur að sýna mér 7 uppáhalds myndirnar frá því í sumar !
 
Mona from Mona´s Picturesque inspired me to take the challenge to pick seven pictures from last summer.
 
Kristín

4 comments:

 1. flottar myndir eins og alltaf :)

  held að ég treysti mér ekki til að velja uppáhaldsmyndir sumarsins, tók yfir 1000 myndir í sumar og þarf um 700 í USA ferðinni okkar eftirminnilegu
  knús í hús
  bakkafrúin

  ReplyDelete
 2. Flottar myndir hjá þér og ná að fanga sumarið vel :) Kannski maður taki bara þessari áskorun :)

  ReplyDelete
 3. Lovely lovely lovely!!!! :) I'm so happy you took the challenge and I got to see and feel your summer. Beautiful memories ❤

  ReplyDelete
 4. Skemmtileg áskorun, en myndirnar þínar bera af...

  http://www.skreytumhus.is/?p=16749

  ReplyDelete