Monday, August 6, 2012

Glefsur úr bústað

Það hefur lítið verið bloggað í sumar enda hefur maður verið á fullu að gera fínt og flott í bústaðnum. Hann er ekki alveg tilbúinn en samt hefur maður náð að gera smá kósí hjá okkur. 

Það er allt mjög ljóst í bústaðnum þannig að við ákváðum að ná fram hlýleikanum með litum og þá helst sæbláum og grænum og svo bleikum.  Bláu og grænu litirnir koma frá sjónum er við horfum á út um gluggann.

 Hér koma því nokkrar glefsur úr bústað :-)



Karfan fína kemur úr ILVU og kostaði aðeins 3500 kr.


..mmmmm....kósý


 
Fínir kollar úr PIER til að tylla sér á og hvíla lúnar fætur.



Svo fórum við fjölskyldan í ferð til Noregs í byrjun sumars og missti mín sig aðeins í krúttubúðunum þar (þú kannast við það Stína Sæm ;-)).  Ég varð ástfangin af þessum ljósum sem fengu svo að fylgja okkur heim.  Yndisleg og passa vel í eldhúsinu í bústaðnum.  Ég keypti þau í búð sem heitir Kremmerhuset.  Margt sætt þar !!




...og svo lýsa þau svona fallega í myrkrinu :-)

Henti meðal annars nokkrum fallegum plastglösum í pokann í þeirri búð.

 

Vitalampinn minn fallegi sem ég keypti í Europris fyrir mörgum árum síðan og var ætlaður í bústaðinn er loksins kominn á sinn stað :-)


Fínu púðarnir og rúmteppið úr Rúmfatalagernum er fullkomið í svefnherbergið.


Snagarnir sem ég bjó til.


Svo vantaði mig einhverjar fallegar myndir í barnaherbergið og fann þessar fallegu myndir á netinu eftir Ilon Wikland sem teiknar myndirnar í bækurnar hennar Astrid Lindgren. Meðal annars þessa yndislegu mynd úr Bróðir minn ljónshjarta.  Svo fallegar myndir og litirnir fullkomnir :-)



Nóg af púðum, litum og áferðum, allt til að gera lífið notalegra :-)

 
Þessa fallegu mynd fann ég í Laura Ashley, fallegu fallegu fiðrildin.


Og hér er svo fallega stellið sem ég keypti í Noregi og dröslaði heim...svoldið vesen...en algjörlega þess virði.


Og svo býð ég ykkur öllum í pönnsur...mmmmmmm....og þær verða svo miklu betri þegar maður borðar þær af svona fallegum diskum :-)  Fallega bleika kökudiskinn á fætinum fékk ég í Evitu á Selfossi, einni flottustu krúttubúðinni á landinu :-)


Takk fyrir innlitið og munið eftir að kvitta í gestabókina sem maður gerir alltaf í bústað :-)

Saturday, July 7, 2012

Sumar og sól

Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun en kannski lítið gert í því að læra eitthvað og að læra vel á myndavélina mína.  Maður notar þvi miður allt of oft auto stillinguna :-(  En ég stefni á það í framtíðinni að læra meira.

En á meðan þá æfir maður sig bara með fallegustu fyrirsæturnar, dætur mínar ;-)  Ég fór með þær út um síðustu helgi, settist út i móa með stóru linsuna, þær léku sér og ég skaut um 200 myndir af þeim.....því að þá fær maður alltaf 20-30 mjög góðar.  Mér finnst skemmtilegustu myndirnar þar sem þær eru ekki með athyglina á mér og eru í leik, ekkert of uppstillt.

Ég vinn svo myndirnar alltaf aðeins í photoshop, lýsi þær, eyk contrastinn í levels og dreg aðeins niður litinn í saturation.  Svo hef ég aðeins verið að prófa að nota actions í photoshop sem er fljótleg leið til að vinna með myndirnar.  Það er hægt að fá flott actions hjá Florabella Collection og My 4 hens photography. Svona actions kosta slatta en hægt er á frá fríar prufur hér undir freebie.  Sniðugt til að prófa þetta :-)

Hérna kemur svo afraksturinn





Hérna er linkur á Sunday Snapshot þar sem fullt af fólki er að deila myndunum sínum og myndatrikkum.


Sumarkveðja
Kristín Vald

Sunday, June 3, 2012

Útieldhúsið

Jæja, nú er sumarið komið í garðinn okkar þannig að ég tók mig til í dag og tók til á pallinum á Kínakoti og í kringum útieldhúsið.


Útieldhúsið er ein mesta snilldin sem búin hefur verið til á þessu heimili en ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum og sendi kallinn út í skúr að smíða. 


Hann smíðaði það úr vatnsheldum krossvið og er það kannski ekki það fallegasta en notagildið er ótvírætt. 

Góðar geymslur eru fyrir allt eldhúsdótið og bakaraofn.


Svo voru eldavélahellurnar gerðar úr trjáskífum:


Svo er það vaskurinn.  En við söguðum úr borðinu og settum þar vaskafat.  Svo til að gera þetta enn flottara þá fundum við gamlan krana sem við áttum og bættum honum við og svo niðurfalli.  Síðan getum við tengt garðslönguna í vaskinn og voila.....það er komið rennandi vatn !  ...og öll börn, bæði strákar og stelpur gleyma sér þarna við allskyns sullerí og eldamennsku :-)




Annað sem við gerðum líka á pallinum hjá Kínakoti var sandkassi.  Ég var orðin svo þreytt á að fá ketti nágrannanna í heimsókn í sandkassann okkar að ég vildi hafa hann yfirbyggðan.  Samt vildi ég ekki hafa hann of stóran þannig að þetta varð niðurstaðan:

hummm....flottur pallur...


...hvað gerist hér ???


ahaaa....sandkassi :-)


 ...svo sópar maður bara sandinum aftur ofaní sandkassann.

Svo í lokin eru nokkrar myndir af Kínakotinu úr sólinni í dag.  Ég á eftir að taka vorhreingerningu inni, þegar það verður gert þá tek á nýjar myndir.

Fín blóm úr Megastore á 298 kr :-)


Svo er hægt að tylla sér og fá sér drulluköku !


Dömur að leik, veit ekki hvorri finnst þetta skemmtilegra, þessi 8 ára eða þessi 4 ára :-)







Sólarkveðja
Kristín