Sunday, December 14, 2014

Christmas Calendar, December 14.

Dagur 14.......og 10 dagar til jóla :)

Þá fer að styttast í að allir þurfa að koma jólapökkunum til ástvina sinna.







Day 14

My daughter getting ready to deliver some Christmas gifts :)

Kristín

Saturday, December 13, 2014

Christmas Calendar, December 13.

Dagur 13

....og mín er aðeins farin að örvænta !!!  Á ennþá eftir að taka eitthvað af myndum fyrir jóladagatalið en þá er þetta daglega líf alltaf eitthvað að trufla mann, vinna, skóli, æfingar, bekkjarkvöld, afmæli ofl ofl..... Svo þegar loksins er tími þá vill veðrið ekki hlýða manni.....rok, stormur, ofsagaddur !

Við vonum nú samt bara það besta en á meðan fáið þið litla og látlausa jólatrésmynd :)

Njótið helgarinnar kæru vinir !


A little picture for you today !  I still haven´t taken all the pictures for my calendar and I´m getting a little worried.  The daily life get´s in the way, work, school, birthdays etc.  And when you have time the weather here in Iceland is pretty unpredictable.....wind, storm, frost !!  But I´m keeping my fingers crossed ;)

Have a wonderful day :)

Kristín

Friday, December 12, 2014

Christmas Calendar, December 12.

Dagur 12

I'd like to build the world a home And furnish it with love Grow apple trees and honey bees And snow-white turtle doves.......


Þessi mynd er alveg í anda þessarar auglýsingar síðan í gamla daga :)



Eigið yndislegan dag !

This picture reminds my of this commercial from Coca Cola from the "old days" :)

Have a nice day !


Kristín

Thursday, December 11, 2014

Christmas Calendar, December 11.

Dagur 11

Í kvöld setja börnin skóinn út í glugga og bíða eftir Stekkjastaur.  Sum börn skrifa jólasveinunum bréf og biðja um eitthvað fallegt.....það gerði dóttir mín :)







Day 11

Writing Santa !!

In Iceland we have 13 Santa Clauses or Yule Lads.
Icelandic children place a shoe in their bedroom window each evening in the 13 days before Christmas. Every night one Yuletide lad visits, leaving sweets and small gifts or rotting potatoes, depending on how that particular child has behaved on the preceding day.  So tonight the children place their shoe in the window :)  My daughter is pretty excited and decided to write him a letter :)

hugs
Kristín

Wednesday, December 10, 2014

Christmas Calendar, December 10.

Dagur 10

Möndlumix

Ég elska að gera svona möndlumix, sérstaklega fyrir jólin.  Gott að hafa þetta í skál á borðinu í staðinn fyrir sætindi og svo er upplagt að gera þetta og gefa í gjafir. Ekki er svo verra að stelpurnar mínar elska þær :)
Það er mjög einfalt að búa þetta til og hér kemur listinn yfir það sem þú þarft:

1 poki möndlur
1 poki Kasjú hnetur
1/2 poki Jarðhnetur (fást í Asíu búðinni á móti Hlemmi)
....og þær hnetur sem þið viljið, hef oft sett venjulegar salthnetur með.

Rósmarín
Maldon salt
2-3 msk Maple syróp

Möndlumixinu er hellt í skál, sýrópið blandað saman við og hrært saman.  Síðan er hellt yfir þær fullt af rósmarín og maldon salti.
Möndlurnar eru settar á smjörpappír á bökunarplötu og svo inn í ofn á ca. 125°C í 40 mín.  Gott að hræra reglulega í þeim.
Möndlurnar eru síðan teknar úr ofninum, látnar kólna og svo muldar í skál.

Svo er hægt að setja möndlumixið í fallega krukku, skreyta smá og þá er komin falleg gjöf á aðventunni <3>

Njótið :)




Homemade Almond/cashew mix

I just love making this Almond/cashew mix before Christmas.  It´s so easy and delicious :)

What you need is:
Almonds
Cashew nuts
.....and the nuts you like !

Rosmary
Maldon Salt
2-3 Tbl spoons Maple Syrup

Mix the the ingredients into a bowl and mix it until the nuts are well coated with the flavorings. Spread nuts out onto a rimmed baking sheet lined with parchment paper. Bake until glazed and golden (about 40 minutes at 125°C/250°F), stirring twice during the cooking process.  Sprinkle a little salt over the nuts immediately after they come out of the oven.

Enjoy :)

Kristín


Tuesday, December 9, 2014

Monday, December 8, 2014

Christmas Calendar, December 8.

Dagur 8

Smá jólaföndur í dag.  Ástkær eiginmaður minn kom til mín um daginn með þetta skemmtilega jólatré og spurði mig hvort að ég gæti eitthvað notað það.....og ég hélt það nú :)

Hann smíðaði (eða sagaði) jólatré úr gamalli utanhússklæðningu sem var orðið svoldið veðruð.  Svo skreytti ég það.  Ég átti þessa fínu perlu seríu sem ég festi á tréð með litlum nöglum.  Svo keypti ég litla skrautið í Söstrene, finnst það svooooo fallegt, ég var alveg eins og smákrakki í nammibúð þegar ég var að velja það :)

Er bara nokkuð ánægð með nýja tréð mitt sem stendur núna upp á arninum mínum :)


Hér sjást betur litlu dásamlegu kúlurnar úr Söstrene <3 p="">


Stjörnuna keypti ég fyrir mörgum árum og passaði líka svona vel á toppinn !


Fann svo þessa mynd á Pinterest eftir að við gerðum tréð, mjög svipað og okkar og sýnir vel hvernig þau eru.


Today I´ll show you a little Christmas DIY that me and my husband made.  My husband made the tree from old pallets and I decorated it with some lights and little ornaments :)

hugs
Kristín

Sunday, December 7, 2014

Christmas Calendar, December 7.

Dagur 7

Við fjölskyldan komum saman á föstudaginn og skárum út laufabrauð, órjúfanlegur hluti af undirbúningi jólanna í minni fjölskyldu :)














My family usually gather together in the Advent to make Laufabrauð (Leafbreat or snow flake bread), spending a several hours cutting and frying. These deep-fried, thin wheat breads are traditionally cut with intricate decorative patterns, and are mostly eaten at Christmas. The tradition of making Laufabrauð has its roots in the northern part of Iceland, but has spread all over the country.
hugs
Kristín


Saturday, December 6, 2014

Christmas Calendar, December 6.

Dagur 6

Eigið yndislegan laugardag kæru vinir
Passið ykkur á stressinu og munið eftir eiga notalega stund saman með fjölskyldu


Day 6

Have a nice day my friends <3 font="">

Kristín

Friday, December 5, 2014

Christmas Calendar, December 5.

Nú er hann kaldur í morgunsárið....brrrr..... og þá er nú gott að fá sér heitt kakó með fuuuullt af sykurpúðum :)


It´s good to get some hot cocoa in the cold....brrrr

Kristín

Thursday, December 4, 2014

Christmas Calendar, December 4.

Dagur 4

Ekkert eins meira kósý á aðventunni en að kúra upp í rúmi og lesa skemmtilega jólabók :)










Cosy in the advent :)

Wednesday, December 3, 2014

Christmas Calendar, December 3.

Smá sýnishorn af snjónum sem er búinn að vera í vetur....dugði bara í einn lítinn snjókarl...hehe :)


A little sample of the snow here in Iceland this winter.....which is not alot ;)

Kristín

Tuesday, December 2, 2014

Christmas Calendar December 2.

2.desember

Jólastafir....það er bara eitthvað svo jólalegt við svona jólastafi :)





December 2. 
Candy canes reminds me of Christmas :)

Have a wonderful day !

Kristín

Monday, December 1, 2014

Christmas Calendar: 1.december

Jæja....loksins loksins er kominn 1.desember og nú hefst jóladagatalið mitt.  Mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-) 

Ég er búin að vera dugleg í sumar og haust að undirbúa mig, safna fullt af hugmyndum, útfæra þær, safna propsi og taka myndir.  En þar sem maður býr á þessu blessaða, fallega skeri þá ræður maður ekki alltaf veðrinu og núna vantar mig snjó og stillu til að taka helminginn af myndunum sem ég ætla að taka.  Vonandi kemur það veður bráðlega svo að þið fáið nú skemmtilegt og jólalegt dagatal.

Ég er búin að taka eitthvað af myndum en aðallega innimyndir og ýmsar uppstillingar.  Ég ætla að líka hafa í dagatalinu eitthvað föndur sem ég hef gert og ætla ég að byrja á því í dag :)


Hérna er hurðarkransinn minn :)  Mér þykir voðalega vænt um hann en ég gerði hann fyrir örugglega 10 árum síðan og hugmyndina fékk ég úr jólablaði Marie Claire idees frá 1998.  Ég elska að nýta þar sem tilfellur í náttúrunni :)  Við týndum bara birkigreinar úti í garði og söguðum þær niður í sirka 4mm búta með bandsög.  Síðan keypti ég stóran basthring í Blómaval en hann var aðeins of mjór þannig að ég þykkti hann aðeins með því að vefja reipi utanum hann.  Síðan límdi ég viðarflögurnar á með límbyssu.

Kransinn nýtur sín vel með engu skrauti en núna fyrir jólin ákvað ég að poppa hann aðeins upp.  Ég fór út í garð og klippti 3 tegundir af greni.  Síðan átti ég þessa fallegu furuköngla sem ég týndi í Kjarnaskógi í sumar.  Upphaflega setti ég reyniber á kransinn en þau verða svo fljótt ljót þannig að ég átti þessi fallegu rauðu ber í föndurkassanum.





Hérna sést hvernig ég vafði reipinu utanum bastkransinn.


Og hérna sjást viðarflögurnar sem ég límdi á bastkransinn.


Today my Christmas photo Calendar starts :)
From today until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)

This is my Christmas Wreath I made 10 years ago but it´s still classic.  I made it from wood chips.

All the best
Kristín