Jæja, nú er haustið komið í bústaðinn okkar og þá er ekkert meira kósý en að kveikja í kertum og draga fram teppið og góða bók :-)
Það var alltaf á planinu hjá okkur að fá okkur kertaarinn í bústaðinn eins og við erum með heima (sjá hér). En úrvalið af svona örnum er ekkert rosalega mikið og verðið eftir því. Ég sá einhvern sérsmíðan kertaarinn sem kostaði hátt í 150 þúsund krónur og vorum við ekkert mikið til í að eyða svo miklu þannig að það var á planinu í vetur að smíða svona arin sjálf.
En svo sáum við þennan líka fína ódýra arinn auglýstan í Byko á aðeins 27.900 kr og vorum við ekki lengi að stökkva á hann og hann líka svona smellpassar í bústaðinn :-) Það var hægt að kaupa rafmagnseldstæði inn í hann en við þurftum hann ekkert !
Á aðeins eftir að skreyta meira í kringum hann, tók bara það sem ég átti heima, nokkra lurka og kertaluktir.
Kemur hann ekki bara vel út ??
Lurkarnir klikka ekki !!
Fínar litlar kertaluktir sem ég keypti í Ilvu í fyrra á góðu verði fyrir jólin.
Já og þetta eru nýjustu meðlimir fjölskyldunnar, rollurnar okkar :-) Ég gjörsamlega féll fyrir þeim í aðalbúðinni á Snæfellsnesinu, Blómsturvöllum á Hellissandi, æðisleg búð !! Finnst þær koma vel út á arinhillunni.
Svo er líka svona kósý þegar rökkrið skellur á.
Sem sagt, algjör sæla með nýja kertaarininn okkar :-)
Svo væri gaman að fá smá "komment" frá ykkur kæru lesendur. Á góðum dögum koma tugir heimsókna á síðuna mína en kannski bara einn kvittar fyrir sig (og yfirleitt alltaf þeir sömu). Veit ekki hvort ég nenni að setja eitthvað hérna inn ef enginn hefur áhuga á að lesa blaðrið í mér ;-)
Góðar stundir !!
Edit 17.febrúar 2013 - Sé að það eru rosalega margir sem koma inn á þennan póst hjá mér og hef ég líka fengið nokkrar fyrirspurnir um arininn og hvar ég hefði fengið hann. Ég sá á Blandinu að það er uaðilar sem er að smíða svona kertaarna fyrir sanngjarnan pening. Notendanafn þeirra er grrkn, Bíll 27, heimförin, SaraBjort06.
Edit 17.febrúar 2013 - Sé að það eru rosalega margir sem koma inn á þennan póst hjá mér og hef ég líka fengið nokkrar fyrirspurnir um arininn og hvar ég hefði fengið hann. Ég sá á Blandinu að það er uaðilar sem er að smíða svona kertaarna fyrir sanngjarnan pening. Notendanafn þeirra er grrkn, Bíll 27, heimförin, SaraBjort06.
Æ, fyrirgefðu... Ég er ein af þeim sem skoða síðuna þína mjög oft en kvitta ekki og það er miður. Geri það hér með og þakka innilega fyrir mig :-) Kær kveðja, Guðrún G.
ReplyDeleteVá hvað þetta er fallegt :) Ég myndi segja að þetta hafi verið sérlega góður díll sem að þú gerðir þarna í Byko - til lukku!
ReplyDeleteSíðan þín er yndisleg :)
Va aedislegur arinn! Blomsturvellir er aedisleg bud og tad faest hreinlega allt tar;)
ReplyDeleteKv.hjordis
En dásamlega fallegt og hlýlegt, fyrir þetta líka fína verð. Það er engin smá stemning sem svona arinn skapar og umgjörðin öll svo flott þarna hjá ykkur, bæði munir og panell! Ég óska ykkur bara innilega til hamingju með þetta og njótið vel :)
ReplyDeleteMikið er þetta fallegt :)
ReplyDeleteog já ég hef kíkt hérna nokkrum sinnum en er ekki dugleg að kvitta - lofa að standa mig betur í því :)
kv.
Halla
ps. langaði forvitnast hvort það sé bakhlið í arninum eða er þetta panillinn sem kemur svona vel út?
OMG hvað þetta er perferct allt saman. Er einmitt búin að vera að láta mig langa í kertaarin en segi eins og þú, 150 þús kall er bara soldið mikið of mikið. BYKO klikkar ekki. Kannski ég plati bóndann í uppáhalds búiðina hans, sá verður hissa!!!!! Kindurnar eru bara dásemdin ein. Spurning um að halda svo bara áfram, fyrst BYKO svo Blómsturvellir. Endilega ekki hætta að blogga :-)
ReplyDeleteKveðja, Svala
Sæl nafna.
ReplyDeleteÉg er "leynilegur" aðdáandi þinn. :) Kíki reglulega til þín og kvitta sjaldan. Kertaarininn er æði, langar í svona sjálf en á eftir að sannfæra bóndann.
Ég hef líka dáðst að leikkofanum ykkar, sandkassanum og öllu þar í kring. Algjör snilld allt saman.
Lofa að vera duglegri að kvitta, gott hjá þér að minna okkur á.
Kveðja
Kristín Sig.
Sæl ég er ein af þeim sem kíki oft hér og dáist að öllum fínheitunum hjá þér og finnst arininn æðislegur langar í svoleiðis líka,skal viðurkenna að ég hef ekkert verið að kvitta en verð duglegri við það eftirleiðis ef það kemur í veg fyrir að þú hættir,takk fyrir skemmtilegt blogg kær kveðja Guðríður
ReplyDeleteÞetta kemur mjög vel út hjá þér.
ReplyDeleteTakk fyrir flotta síðu!
kv
Hildur
Fallegur Arinn!
ReplyDeleteSætt og enn meira sætt, arininn vá og góður díll sem þið hafið gert þar! :-)
ReplyDeleteKnús hús/bús
Sigga
Ég er að kíkja inná síðuna þína í fyrsta sinn en ég sá link inná síðunni hjá Dossu.
ReplyDeleteArininn kemur ótrúlega vel út, þetta er svakalega kósí og skemmtilegt. Þú hefur gert góðan díl þarna.
Hlakka til að skoða restina af blogginu þínu. Ég er sjálf með síðu bæði heimilis og uppskriftablogg. Endilega kíktu :)
www.krokurinn.blogspot.com
www.birnumatur.blogspot.com
var nú baa að sjá þessa síðu fyrst núna !! ekkert smá flott og kertaarininn kemur ekkert smá vel út :) kv. Heiða Björg
ReplyDeleteHæ! Var að koma í fyrsta skipti á síðuna þína, sá hana bara hjá Dossu á Skreytum hús síðunni ;) Hún er komin í favorites :)
ReplyDeleteKv. Anna Björg
Elsku nafna
ReplyDeleteGeggjaður og kertaarinn og rollurnar eru "must have" Spurning hvort að maður þarf að plata þig í búðarferð í næstu bústaðarferð :)
Yndislegt allt sem þið eruð að gera í bústaðnum og ekki skrítið að þið séuð dugleg að fara, hann er svo bjóðandi og notalegur.
knús í hús
Bakkafrúin
Hæ, hæ
ReplyDeleteÞetta er allt voða kósy og flott hjá þér/ykkur. Kindurnar eru algjörar dúllur! Gaman að finna svona í krúttlegum búðum. Hlakka til að fá að koma í heimsókn í bústaðinn.
kveðja
Björg
Bara bjútifúl að venju vinkona, xx
ReplyDeleteknús
Ranný
aldrei að vita nema ég fái að kíkja við þega ég er í bústaðnum á nesinu :)
Ótrúlega falleg síða hjá þér Kristín. Það er óhætt að segja að þú eigir fallegt listrænt auga. Takk fyrir að deila þessum fallegu myndum með okkur hinum. Rollurnar á arinhillunni eru alveg geggjaðar. Gaman að sjá hvað fallegu og yndislegu stúlkurnar þína dafna vel úr grasi. Mér finnst ég nú alltaf eiga pínu pons í Karólínu þó svo hún muni nú kannski eftir mér lengur. Kveðja héðan frá Norge, Agnes G. Benediktsdóttir (fyrrverandi Reykjakotssystir) :)
ReplyDeleteTakk fyrir yndislegar kveðjur allir saman. Gaman að sjá hverjir eru að kíkja á síðuna mína og skemmtilegt þegar það eru einhverjir sem maður þekkir :-)
ReplyDeleteAgnes mín, þú munt alltaf eiga pínu pons í henni Karólínu. Söknum þín af Reykjakoti og vona að allt gangi vel í Noregi !
Hlakka til að fá ykkur í bústaðinn Ranný, Björg og Stína
Falleg síða hjá þér, var að kýkja í fyrsta sinn, sá linkinn þinn inn á Blúndur og Blóm. Arininn er algert æði, hlakka til að kýkja oftar í heimsókn. Endilega kýktu við á http://kaksimas.blogspot.com/
ReplyDeleteKveðja Kristín
Yndislega kósý og rómó kíki oft hér við af skreytum hús blogginu á ekkert blogg enn því miður....HIA
ReplyDelete