Jæja, nú er sumarið komið í garðinn okkar þannig að ég tók mig til í dag og tók til á pallinum á Kínakoti og í kringum útieldhúsið.
Útieldhúsið er ein mesta snilldin sem búin hefur verið til á þessu heimili en ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum og sendi kallinn út í skúr að smíða.
Hann smíðaði það úr vatnsheldum krossvið og er það kannski ekki það fallegasta en notagildið er ótvírætt.
Góðar geymslur eru fyrir allt eldhúsdótið og bakaraofn.
Svo voru eldavélahellurnar gerðar úr trjáskífum:
Svo er það vaskurinn. En við söguðum úr borðinu og settum þar vaskafat. Svo til að gera þetta enn flottara þá fundum við gamlan krana sem við áttum og bættum honum við og svo niðurfalli. Síðan getum við tengt garðslönguna í vaskinn og voila.....það er komið rennandi vatn ! ...og öll börn, bæði strákar og stelpur gleyma sér þarna við allskyns sullerí og eldamennsku :-)
Annað sem við gerðum líka á pallinum hjá Kínakoti var sandkassi. Ég var orðin svo þreytt á að fá ketti nágrannanna í heimsókn í sandkassann okkar að ég vildi hafa hann yfirbyggðan. Samt vildi ég ekki hafa hann of stóran þannig að þetta varð niðurstaðan:
hummm....flottur pallur...
...hvað gerist hér ???
ahaaa....sandkassi :-)
...svo sópar maður bara sandinum aftur ofaní sandkassann.
Svo í lokin eru nokkrar myndir af Kínakotinu úr sólinni í dag. Ég á eftir að taka vorhreingerningu inni, þegar það verður gert þá tek á nýjar myndir.
Fín blóm úr Megastore á 298 kr :-)
Svo er hægt að tylla sér og fá sér drulluköku !
Dömur að leik, veit ekki hvorri finnst þetta skemmtilegra, þessi 8 ára eða þessi 4 ára :-)
Sólarkveðja
Kristín