Tuesday, April 30, 2013

Dans dans dans

Þar sem við erum að mála stofuna okkar og taka hana í gegn (fáið að sjá það seinna;-)) þá breyttum við stofunni í ljósmyndastúdíó í dag :-) 
 
Stóra dansstelpan mín tók sporið og mamman tók myndir.

 

Saturday, April 20, 2013

Litir

Lífið er bara svo miklu skemmtilegra með smá liti í kringum sig :-)  Þess vegna ákváðum við að leyfa litunum að njóta sín í sumarbústaðnum okkar.  Grunnurinn er hvítur og svo skreytum við með mildum pastel litum, bláum, bleikum, grænum, gulum....
 
Verð nú að segja að Söstrene Grene hefur staðið sig ótrúlega vel í að bjóða landanum upp á litríkan borðbúnað og er meirihlutinn í eldhúsinu okkar úr þeirri ágætu búð :-)
 
Ákváðum að hafa opnar hillur í eldhúsinu til að leyfa góssinu að njóta sín !


                                               
 


 
Líður ykkur ekki bara miklu betur ;-)
 
Svo vitið þið að það er hægt að "kommenta" við allar færslur hérna á blogginu mínu.  Ég veit um fullt af lesendum sem ég þekki sem eru að fylgjast með....látið nú heyra í ykkur ;-)
 
kveðja
Kristín krútt

Tuesday, April 2, 2013

Smá páskarest

Jájá....þó að páskarnir séu búnir þá er ekkert þar með sagt að maður geti ekki tekið nokkrar páskamyndir ;-)  Náði nokkrum myndir af lituðu páskaeggjunum mínum í dag áður en ég henti þeim í ruslið !
 
Lék mér aðeins að myndunum í photoshop með því að nota "actions" en það er fljótleg leið til að vinna myndirnar.  Vildi fá fram smá rómantískan og vintage "fílíng" og fannst mér myndirnar koma skemmtilega út :-)
 
 
 
 
 
Gleðilega páskarest :-)
 

Monday, April 1, 2013

Litið til baka - Mars

Jæja hérna kemur myndasafnið mitt fyrir Mars mánuð.  Var nú samt ekkert voðalega dugleg að taka myndir í mars, get annars ekki beðið eftir sumrinu þar sem mér finnst miklu skemmtilegra að taka myndir úti.  Svo fór ég í bústað yfir páskana og ætlaði að taka fullt af fallegum páskamyndum, bæði af páskaskrauti og stelpunum......eeeeen myndavélin varð óvart eftir heima !