Showing posts with label Recipes. Show all posts
Showing posts with label Recipes. Show all posts

Monday, December 14, 2015

December 14. Winter cupcakes

14. desember

Vetrar bollakökur :)

Er svo ótrúlega spennt fyrir deginum í dag.  Í jóladagatalinu í dag er nefnilega samvinnuverkefni milli vinkonu minnar, hennar Nínu, eiginmannsins og mín.  

Ég fékk þá hugmynd í haust að nota þennan fallega kökustand sem eiginmaðurinn minn smíðaði í sumar og baka fallegar bollakökur og stilla upp og taka myndir.  Nema hvað.....þetta var aðeins að vefjast um fyrir mér.....ég er nefnilega ekki mikill bakari og hvað þá mikill kökuskreytari.  Þá datt mér í hug að hafa samband við hana Nínu !

Nína er kökugerðarsnillingur og er með síðu sem kökuskreytingasíðu sem heitir Allt sætt 

Hún tók líka svona vel í þetta og bakaði hún fyrir mig nokkrar bollakökur í vetrarbúningi og varð ég sko ekki fyrir vonbrigðum, þvílík fegurð :)

Kökurnar fengu svo að njóta sín á þessum fallega kökustandi úr lurkum sem eiginmaðurinn bjó til.

Eins og ég segi alltaf við dætur mínar:  Það er enginn góður í öllu en það eru allir góðir í einhverju !

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á heimasíðuna hennar Nínu hjá Allt sætt og smellið einu "læki" á Facebook síðuna hennar :)

Værsego !!!














Winter cupcakes

My friend Nína made these beautiful cupcakes for me. She is a cake decorator and has this site, Allt sætt (All sweet) and facebook page :)  Please check her out.....gorgeous cakes :)

My husband made this cupcake stand from wood last summer, I just love it !!!

And I stylized and took the photos :)

A perfect cooperation project today in my Christmas Calendar :)

hugs
Kristín

Monday, December 7, 2015

December 7. Chocolate bark

Súkkulaðibörkur.....hvernig ljómar það, eitthvað nýtt og framandi :)  Á ensku heitir þetta Chocolate Bark og fannst mér upplagt að yfirfæra þetta yfir á íslenskuna þar sem það virðist ekki vera til neitt orð yfir þetta góðgæti á okkar ástkæra ylhýra :)

Ég fékk uppskrift af þessu góðgæti fyrir mörgum árum hjá vinkonu minni og þá var þetta sannkallað jólanammi, súkkulaði með Bismark brjóstsykri.  Svo gott og jólalegt og upplagt að gera í litlar jólagjafir.

Ég ákvað svo að prófa tvær nýjar útgáfur, súkkulaðibörk með pistasíuhnetum, trönuberjum og sjávarsalti....mmmm....gómsætt !!  ....og svo uppáhaldið mitt, súkkulaðibörkur með Tyrkish peper brjóstsykri :)

Mjög einfalt að búa þetta til og svo er hægt að prófa sig áfram með allskyns útfærslum.  Svo er fallegt að pakka súkkulaðiberkinum í fallega gjafapakkningu og gefa í litlar aðventu- og jólagjafir....svona fyrir þá sem eiga allt :)

Uppskriftirnar koma hér fyrir neðan !

Verði ykkur að góðu :)



Súkkulaðibörkur með pistasíum, trönuberjum og sjávarsalti

600 gr dökkt súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)
Pistasíukjarnar
Trönuber
Sjávarsalt


Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Skerið pistasíukjarnana og trönuberin í aðeins smærri bita.
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.
Dreifið úr pistasíukjörnunum og trönuberjunum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á. Dreifið svo sjávarsaltinu yfir (allt eftir smekk). Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.




Þetta fannst mér góð blanda, jólaleg og falleg.  Svo er ótrúlegt hvað sjávarsaltið gefur mikið og skemmtilegt bragð :)





Súkkulaðibörkur með Bismark brjóstsykri

300 gr suðusúkkulaði
300 gr hvítt súkkulaði
2 pokar bismark brjóstsykur (eða eftir smekk)


Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Brjótið brjóstsykurinn í plastpoka (ekki gott ef það er of mikil mylsna)
Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.  Setjið svo í kæli í 30 mín.
Bræðið þvínæst dökka súkkulaðið, takið hvíta súkkulaðið út úr ískápnum og hellið dökka súkkulaðinu yfir það hvíta og dreifið úr því.
Dreifið síðan úr brjóstsykrinum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á.  Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.




Þessi blanda er ótrúlega jólaleg og góð og stelpunum mínum fannst hún best.  Piparmyntan er líka svo jólaleg :)




Súkkulaðibörkur með Tyrkish peper brjóstsykri

500 gr rjómasúkkulaði (Ég notaði Nóa rjómasúkkulaði)
2 pokar Tyrkish pepper brjóstsykur (eða eftir smekk)

Setið smjörpappír í ofnskúffu.  Brjótið brjóstsykurinn í plastpoka (ekki gott ef það er of mikil mylsna)
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þegar það er bráðið hellið því í ofnskúffuna og dreifið úr því.
Dreifið úr brjóstsykrinum yfir súkkulaðið og þrýstið létt á.  Setið svo í ísskáp yfir nótt.  Svo er hægt að brjóta súkkulaðibörkinn í bita.  Gott er að geyma súkkulaðið í kæli.

Þetta fannst mér rosalega góð blanda.  Sérstaklega þar sem ég elska Maribou súkkulaðið með svarta saltlakkrísnum.....þessi er ekkert síðri :)






Svo er fallegt að brjóta niður súkkulaðibörkinn í hæfilega stóra bita og setja t.d. í litla gjafapoka eða kassa og gefa í litlar aðventugjafir :)


Chocolate bark recepies :)


Homemade holiday gifts are one of my very favorite things. I love thoughtful, personalized gifts that are truly made with love! Homemade chocolate bark is probably one of the most favorite edible homemade gifts to make. 

The possibilities for flavors and toppings is endless and you can really create something super special for whoever will receive it. It is super easy to make your chocolate bark allergen friendly, too. The list could go on and on.


Once you’ve made your bark, grab some super cute packaging, a paper bag or pouch, a box, some ribbon or baker’s twine etc and add a cute label telling the recipient what’s on/in their bark.

How-to Make Chocolate Bark

What you’ll need:
 8-10 ounces of good quality chocolate (milk, dark, white), chopped
 Toppings and add-ons of your choice: dried fruit, nuts, seeds, granola, cookies, popcorn, pretzels, candy, herbs, spices, dried botanicals, sea salt, etc
parchment paper or foil
cookie sheet
spatula
                                                                  
Melt the chocolate over double boiler using hot but not boiling water, in the microwave in 30 second increments or a chocolate melter. However you melt it, stir regularly as you are melting the chocolate. Keep the chocolate under 90ºF, so that it doesn’t seize up on you. If on the stove top, you can remove from the heat if necessary, as you go.

Once melted, pour the chocolate onto a foil or parchment paper lined baking sheet. Using a rubber spatula or offset spatula, spread the chocolate evenly until it is about 1/8 – 1/4 inch thick, or as thick as you want it to be.

Sprinkle any toppings you are using, evenly over top the melted chocolate. Figure approximately a total of 1 cup of toppings for every half pound (8 ounces) of chocolate. If you are using three different ingredients, you would likely want to go with 1/3 cup of each.

Sprinkle any toppings you are using, evenly over top the melted chocolate. Figure approximately a total of 1 cup of toppings for every half pound (8 ounces) of chocolate. If you are using three different ingredients, you would likely want to go with 1/3 cup of each.

Enjoy

Kristín :)

Thursday, December 3, 2015

3.december, Heimalagað Baileys :)

Heimalagað Baileys......þarf ég að segja meira ??

 
Aðeins 6 hráefni og tekur innan við 5 mínútur að búa til...og svo gott á bragðið......þetta er bara of gott til að vera satt :)

 








Uppskriftin er svo hér:

Heimalagað Baileys

1 peli rjómi
1 dós niðursoðin mjólk (condenced milk - fæst í Asíubúðum t.d. við Hlemm og í Melabúðinni)
200 -400 ml Viskí (smekksatriði)
1 tsk skyndikaffi (duftið)
2 msk súkkulaði sýróp (t.d. Herseys)
1 tsk vanilludropar

Setið allt hráefnið í blandara og setjið á hæsta hraða í 30 sek.
Setjið á lokaðar flöskur og geymið í kæli.  Hristið fyrir notkun.

Geymist í kæli í um mánuð (ágætt að skrifa dags. á miðann)

Einfaldara er það ekki :)  ...og svo gott !!

Í uppskriftinni sem ég fann á netinu þá var helmingi meira af viskíi.  Þegar ég gerði fyrstu uppskrift þá fannst mér allt of mikið viskíbrað þannig að ég minnkaði það um helming.  Þannig að þegar þið gerið uppskriftina þá mæli ég með að þið byrjið á að setja minna viskí og svo bara bæta við eftir smekk :)

Ég notaði flöskur undan Froosh smoothie og bjó ég til miðana sjálf.  Ef þið viljið fá svona miða þá endilega sendið á mig póst (kristinvald@gmail.com) og ég sendi ykkur skjalið sem þið prentið svo út á A4 límmiða örk og klippið svo út :)

Ég gerði tvöfalda uppskrift og hún dugði á 6 flöskur !


Homemade Baileys

I'm talking only 6 ingredients and less than 5 minutes start to finish. No cooking, no dirtying tons of dishes, no problem.  After this, you will never buy Bailey's again!  It's so easy and makes perfect gifts. Who wouldn't want to receive this?  

Ingredients
·        1 cup light cream (I used heavy whipping cream, which made it even richer)
·        14 ounces sweetened condensed milk
·        1 2/3 cup Irish whiskey 
·        1 teaspoon instant coffee
·        2 tablespoons chocolate syrup
·        1 teaspoon vanilla

1.      Combine all ingredients in a blender and set on high speed for 30 seconds.
2.       Bottle in a tightly sealed container and refrigerate. Shake before using.

3.       Will keep for up to 1 month.

Enjoy

Kristín Vald