Monday, December 14, 2015

December 14. Winter cupcakes

14. desember

Vetrar bollakökur :)

Er svo ótrúlega spennt fyrir deginum í dag.  Í jóladagatalinu í dag er nefnilega samvinnuverkefni milli vinkonu minnar, hennar Nínu, eiginmannsins og mín.  

Ég fékk þá hugmynd í haust að nota þennan fallega kökustand sem eiginmaðurinn minn smíðaði í sumar og baka fallegar bollakökur og stilla upp og taka myndir.  Nema hvað.....þetta var aðeins að vefjast um fyrir mér.....ég er nefnilega ekki mikill bakari og hvað þá mikill kökuskreytari.  Þá datt mér í hug að hafa samband við hana Nínu !

Nína er kökugerðarsnillingur og er með síðu sem kökuskreytingasíðu sem heitir Allt sætt 

Hún tók líka svona vel í þetta og bakaði hún fyrir mig nokkrar bollakökur í vetrarbúningi og varð ég sko ekki fyrir vonbrigðum, þvílík fegurð :)

Kökurnar fengu svo að njóta sín á þessum fallega kökustandi úr lurkum sem eiginmaðurinn bjó til.

Eins og ég segi alltaf við dætur mínar:  Það er enginn góður í öllu en það eru allir góðir í einhverju !

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á heimasíðuna hennar Nínu hjá Allt sætt og smellið einu "læki" á Facebook síðuna hennar :)

Værsego !!!














Winter cupcakes

My friend Nína made these beautiful cupcakes for me. She is a cake decorator and has this site, Allt sætt (All sweet) and facebook page :)  Please check her out.....gorgeous cakes :)

My husband made this cupcake stand from wood last summer, I just love it !!!

And I stylized and took the photos :)

A perfect cooperation project today in my Christmas Calendar :)

hugs
Kristín

1 comment: