Jæja....loksins loksins er kominn 1.desember og nú hefst jóladagatalið mitt í þriðja skiptið. Mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-)
Ég er búin að vera dugleg í sumar og haust að undirbúa mig, safna fullt af hugmyndum, útfæra þær, safna propsi og taka myndir. En þar sem maður býr á þessu blessaða, fallega skeri þá ræður maður ekki alltaf veðrinu og snjónum. Var ég svo heppin að það kom snjór um síðustu helgi og gat ég því tekið nokkrar útimyndir. Vonandi helst svo snjórinn svona fallegur í desember :)
Ég er búin að taka eitthvað af myndum en aðallega innimyndir og ýmsar uppstillingar. Ég ætla að líka hafa í dagatalinu eitthvað föndur og nokkrar uppskriftir, allt í bland :)
Vonandi njótið þið og fáið að upplifa smá jólastemningu á aðventunni :)
Fyrsta myndin er af yngri snúllunni minni í snjónum um síðustu helgi.
Today my Christmas photo Calendar starts for the third year :)
From today until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)
I hope you´ll enjoy !
hugs
Kristín
No comments:
Post a Comment