Saturday, June 29, 2013

Lúpínur

Ég elska lúpínuna, þessa fallegu fjólubláu plöntu sem breiðir úr sér yfir holt og hæðir !  Það eru ekki allir sáttir við þessa plöntu og líkja henni við illgresi....en falleg er hún, því er ekki hægt að neita !

Stóra stelpan mín á afmæli í dag, er 9 ára !  Ég notaði því tækifærið í vikunni og tók afmælismyndir af henni í lúpínunni :-)

I just love the lupines, the beautiful purple plant.  It´s my big girl´s birthday today (9) so I took her out for a lupine photoshoot last week :-)

Shared with: Favorite photo Friday, Sunday Snapshot

Sunday, June 23, 2013

Rómantískt sumar

Jæja, þá er ljósmyndadellan alveg að fara með kellu því í dag dröslaðist ég út með allskyns dót og dúllerí og stillti upp í rómantíska myndatöku af systrunum.  Notaði þessa fínu himnasæng úr IKEA !
Systurnar alveg að verða þreyttar á þessu veseni á mömmu sinni.....hehe....en myndatakan tókst bara mjög vel :-)
 
Ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar ég er búin með svona myndatöku, að vita af myndavélinni fullri af góssi, henda kortinu í tölvuna og sjá dásemdina birtast á tölvuskjánum.  Svo að bíða eftir að stelpurnar hendist í bólið svo ég geti átt ástarsamband við tölvuna mína, velja myndir og vinna þær í photoshop og lightroom....ekkert skemmtilegra :-)
 
Hér koma nokkrar myndir úr tökunni í dag:
 
 


 
Endilega látið svo heyra í ykkur, vil endilega fá álit ykkar.....hvort ég sé á réttri leið eða hvort ég eigi bara að halda þessu fyrir mig ;-)
 
kveðja
Kristín
 
I did a romantic shot with my girls today and it turned out pretty good :-)  I used an IKEA bed canopy and hung it up in a tree in my garden.
 

Sunday, June 16, 2013

Sérstakt samband

Stóra stelpan mín er algjör hestastelpa og það sést vel á þessari yndislegu mynd :-)
 

We met this beautiful foal yesterday and my big girl was very happy because she loves horses.....and the foal was so cute and curious :-)

Shared with: Sunday snapshot

Wednesday, June 12, 2013

Afmælisstelpa :-)

Ég er búin að bíða í allan vetur og allt vor eftir góða sumarveðrinu til að taka fallegar útimyndir og nota linsuna mína sem ég fékk í desember.  En nei nei.....sumarið ekki alveg á leiðinni.  Ég náði samt nokkrum myndum eftir kvöldmat í gærkvöldi...svona rétt á milli skúra ;-)  Mútaði snúllunni minni með ís þar sem mig langaði svo að taka af henni afmælismyndir því hún á 5 ára afmæli í dag.....jibbýýýýýý.
 
Myndatakan heppnaðist svona líka vel þó hún hafi ekki tekið nema um 15 mínútur.
 
 
 
 
...og svo er úrval af myndum úr tökunni....átti svoldið erfitt með að velja myndir !
 
 
Hérna er sniðugt forrit þar sem er hægt að gera svona myndasöfn (collage) eins og er hérna fyrir ofan.  Einfalt og þægilegt og hægt að velja um fullt af möguleikum :-)
 
Vona að sumarið fari nú að koma með sól í hjarta og blóm í haga.
 
kveðja
Kristín

Shared with: Favorite photo friday