Sunday, September 22, 2013

Bæjarferð

Skruppum í bæinn í dag í þessu blíðskapar veðri, þræddum alla túrista staðina og skemmtum okkur vel.  Ákvað að nota tækifæri og prófa að taka myndir af dömunum í nýju umhverfi.  Ég er vön að taka myndir af þeim í náttúrunni og miklum gróðri en núna langaði mig að prófa eitthvað nýtt :-)


I went with my girls downtown Reykjavík and did some city photo shoot.  I´m used to take pictures of them in the nature but I wanted to try something new :-)

Saturday, September 14, 2013

Sjö myndir í sumar

Mona frá Mona´s Picturseque kom með áskorun að birta 7 uppáhalds myndirnar frá sumrinu og ég ákvað að taka þeirri áskorun.
 
Myndirnar í sumar urðu þó ekki eins margar og ég hefði viljað en ég átti samt í erfiðleikum með að velja ;-)
 
Held mikið upp á þessa mynd af dásamlega folaldinu sem við hittum í sumdar og hestastelpunni minni.
 
 
Elska þessa mynd af systrunum og finnst hún segja svo mikið.  Svo finnst mér hún líka svo rómantísk og falleg :-)
 
 
Tók lúpínu afmælismyndir af eldri snúllunni.
 
 
.....og líka fallega sóleyjarmynd :-)
 
 
Þessi mynd finnst mér samt ná stemningunni í sumar best, rigning, rigning, rigning....en þá er bara að gera gott úr því og hoppa svoldið í pollunum :-)
 
 
Litla snúllan fékk líka lúpínumyndatöku.
 
 
Í þessari rólu hefði ég viljað eyða sumrinu en því miður náði ég bara þessum eina degi í þessari dásemd !!!  Næsta sumar verður sumarið !!
 
 
En þrátt fyrir rigningartíð var sumarið bara skemmtilegt.  Nú skora ég á ykkur að sýna mér 7 uppáhalds myndirnar frá því í sumar !
 
Mona from Mona´s Picturesque inspired me to take the challenge to pick seven pictures from last summer.
 
Kristín

Sunday, September 1, 2013

Könglar

Kíktum í göngutúr út í skóg í dag.  Ætluðum að tína sveppi en fundum enga þannig að við tíndum bara köngla í staðin :-)


Já, það er haust í lofti :)

I went outside with my girls to collect mushrooms but we didn´t find any....so we just picked pine cones :-)  The autumn is coming.....

Shared with: Sunday snapshot, Favorite photo Friday, Simple things Sunday
Kristín