Monday, August 6, 2012

Glefsur úr bústað

Það hefur lítið verið bloggað í sumar enda hefur maður verið á fullu að gera fínt og flott í bústaðnum. Hann er ekki alveg tilbúinn en samt hefur maður náð að gera smá kósí hjá okkur. 

Það er allt mjög ljóst í bústaðnum þannig að við ákváðum að ná fram hlýleikanum með litum og þá helst sæbláum og grænum og svo bleikum.  Bláu og grænu litirnir koma frá sjónum er við horfum á út um gluggann.

 Hér koma því nokkrar glefsur úr bústað :-)Karfan fína kemur úr ILVU og kostaði aðeins 3500 kr.


..mmmmm....kósý


 
Fínir kollar úr PIER til að tylla sér á og hvíla lúnar fætur.Svo fórum við fjölskyldan í ferð til Noregs í byrjun sumars og missti mín sig aðeins í krúttubúðunum þar (þú kannast við það Stína Sæm ;-)).  Ég varð ástfangin af þessum ljósum sem fengu svo að fylgja okkur heim.  Yndisleg og passa vel í eldhúsinu í bústaðnum.  Ég keypti þau í búð sem heitir Kremmerhuset.  Margt sætt þar !!
...og svo lýsa þau svona fallega í myrkrinu :-)

Henti meðal annars nokkrum fallegum plastglösum í pokann í þeirri búð.

 

Vitalampinn minn fallegi sem ég keypti í Europris fyrir mörgum árum síðan og var ætlaður í bústaðinn er loksins kominn á sinn stað :-)


Fínu púðarnir og rúmteppið úr Rúmfatalagernum er fullkomið í svefnherbergið.


Snagarnir sem ég bjó til.


Svo vantaði mig einhverjar fallegar myndir í barnaherbergið og fann þessar fallegu myndir á netinu eftir Ilon Wikland sem teiknar myndirnar í bækurnar hennar Astrid Lindgren. Meðal annars þessa yndislegu mynd úr Bróðir minn ljónshjarta.  Svo fallegar myndir og litirnir fullkomnir :-)Nóg af púðum, litum og áferðum, allt til að gera lífið notalegra :-)

 
Þessa fallegu mynd fann ég í Laura Ashley, fallegu fallegu fiðrildin.


Og hér er svo fallega stellið sem ég keypti í Noregi og dröslaði heim...svoldið vesen...en algjörlega þess virði.


Og svo býð ég ykkur öllum í pönnsur...mmmmmmm....og þær verða svo miklu betri þegar maður borðar þær af svona fallegum diskum :-)  Fallega bleika kökudiskinn á fætinum fékk ég í Evitu á Selfossi, einni flottustu krúttubúðinni á landinu :-)


Takk fyrir innlitið og munið eftir að kvitta í gestabókina sem maður gerir alltaf í bústað :-)