Showing posts with label Advent Candles. Show all posts
Showing posts with label Advent Candles. Show all posts

Monday, November 28, 2016

Advent candles


Í gær var fyrsti í aðventu og er því ekki úr vegi að sýna ykkur aðventuskreytinguna í ár :) 

Að vanda er einfaldleikinn í fyrirrúmi og einnig er ég mikið fyrir að nota náttúruleg efni, eins og þennan lurk úr garðinum. Þessi fallegu kerti keypti ég í Húsgagnahöllinni og minnsta kertið í Garðheimum. Svo blanda ég saman ýmsum jólatrjám sem ég hef keypt í gegnum tíðina svo úr verður ævintýraskógur :)
Skreytingin í fyrra verður að vísu uppi við líka en ég varð nú að finna upp á einhverri nýrri skreytingu til að sýna hérna á síðunni 







Yesterday was first sunday of Advent and this is my Christmas candles this year, a fairytale forrest :) I love to keep everything simple and natural 

:)

K



Kristín

Saturday, December 5, 2015

December 5. Fireplace decoration


Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég mjög hrifin af skógarþemanu, þ.e. lítil jólatré, snjór og lítil skógardýr.  Ég ákvað þó að "poppa" þemað aðeins upp á arninum mínum og bæta við smá retro bílum :) Er virkilega ánægð með hvernig til tókst :)



Stóra pallettu jólatréð útbjó eiginmaðurinn minn fyrir mig í fyrra og fer svo vel þarna á arninum. Þið getið lesið meira um það hér.


Litla bjallan fékk að fylgja mér heim frá Svíþjóð í september, akkúrat í þetta verkefni :) Litlu jólatréin eru úr Söstrene.  Viðarkubbarnir undir glerkúplunum eru úr garðinum, útbúnir af eiginmanninum !


Litli bambinn úr Toy´srus....svo mikið krútt :)


Svo fær aðventukransinn minn að njóta sín þarna í skógarævintýrinu :)


Þessi VW rúgbrauð er náttúrulega bara æði, pöntuðum það bara á herra Ali :)  









This is my fireplace decoration this year.  I really like the woodland feeling this year but I decided to add some retro Christmas cars to the theme :)

Hope you like it :)

Kristín Vald

Sunday, November 29, 2015

Advent candles

Í dag er fyrsti í aðventu og því við hæfi að sýna ykkur aðventukransinn minn í ár.  Ég er mjög hrifin af því að nýta hráefni úr náttúrunni og þá sérstaklega viðinn.

Þessi er úr ösp sem var felld í garðinum í sumar.  Svo voru gerð 4 göt fyrir kertin.  Hann er fallegur einn og sér en ég vildi skreyta hann aðeins og setti því smá gervisnjó, lítil tré úr Söstrene og lítinn sætan bamba (úr Toys´r us) og kemur það bara vel út :)

Minni svo á jólamyndadagatalið mitt sem byrjar á þriðjudaginn :)




This is my advent candles this year.  I just love using natural material and something you can collect in your garden...and that is what I did :)

And my Christmas calendar starts on Tuesday so stay tuned :)

Kristín

Tuesday, November 17, 2015

Advent candles

Nú styttist í fyrsta í aðventu og ekki seinna vænna að fara að hugsa um hvernig aðventukransinn er í ár.  Hérna koma 3 kransar sem ég hef gert.




...og hér koma svo nokkrar hugmyndir sem ég fann á ferð minni um Pinterest :)




















Some examples of Advent Candles for the Advent.  The first three are from me and the rest is from Pinterest :)

Kristín

Sunday, November 30, 2014

Aðventukrans / Advent Candles

Fyrsti í aðventu í dag og langaði mig að sýna ykkur aðventu"kransinn" minn :)

Sá svipaða mynd á Pinterestinu um daginn og bara varð að gera mína útfærslu á svona kransi.  Ég elska að nota það sem til fellur í nátturinni.  Ég sendi kallinn út í garð og fann hann eina væna birkigrein sem var að klofna frá aðaltrénu og felldi hann hana.  Svo sagaði hann hana bara í passlega lengd, heflaði aðeins undir greinina þannig að hún situr vel á borði.  Síðan gerði hann 4 göt fyrir kertin.

Svo fann ég til smá greni, litla köngla og rauð ber sem ég átti og skreytti hann smá :)

Er bara nokkuð ánægð með hann :)

Minni svo á jólamyndadagatalið mitt sem byrja á morgun !!!





This is my advent candles this year.  I just love using natural material and something you can collect in your garden...and that is what we did :)

And my Christmas calendar starts tomorrow :)

Kristín