Wednesday, July 31, 2013

Kósý-róla

Þegar ég var lítil ólst ég upp með svona kósý-rólu í garðinum okkar.  Í henni var maður öllum stundum, hvort sem það var sól eða skýjað.  Ég man meira að segja eftir mér í henni í maí, undir teppi, lesandi undir próf ! 
Svo þegar ég eignast minn garð varð ég náttúrulega að eignast svona kósý-rólu og er þessi róla eitt mest notaða útihúsgagnið í garðinum.
Nú og svo eignuðumst við sumarbústað og þá urðum við náttúrulega að fá okkur kósý-rólu á pallinn okkar þar.  En þá voru góð ráð dýr, hvergi fundum við góða garðrólu nema eina sem kostaði 130 þúsund takk fyrir.....aðeins of mikið fyrir okkar buddu !  Þá tók ástkær eiginmaður minn sig til að smíðaði eitt stykki (eða eiginlega tvö stykki) kósý-rólu handa frúnni :-)  .....og hver veit nema hann taki að sér smá auka smíðavinnu fyrir áhugasama !!!
Rólan er nú komin í bústaðinn og í góða veðrinu í síðustu viku gerði ég hana extra fína og flotta og tók myndir af henni fyrir sumarblogg partýið hennar Stínu Sæm (Svo margt fallegt).  Fullt af sumarlegum og fjölbreyttum sumarbloggpóstum þar, endilega kíkið á þá :-)



ahhhh.......hverjum langar ekki að liggja þarna og láta sig dreyma :-)


....lesa kannski góða bók eða skemmtilegt blað.....





Sólhlíf úr IKEA sem er hægt að festa á róluna til að fá skugga.





Þessum systrum finnst allavega voðalega kósý að slappa af í kósý-rólunni :-)


...og svo er nú smá áskorun til ykkar sem lesa bloggið mitt reglulega en kvitta aldrei; hvernig væri nú að skilja eftir smá spor í kommentunum !!!  Ég veit þið getið það og það tekur ekki meira en mínútu......sem er tluvert minna en það sem fór í þessa færslu hjá mér ;-)

My husband made me this wonderful Porch Swing for our summerhouse :-)

Shared with: Favorite photo Friday
kveðja
Kristín

Thursday, July 25, 2013

Sól og sumar

Jæja, hún Stína Sæm bauð í sumar blogg partý og þá verður maður náttúrulega að vera með !  Það stefndi nú í að ég myndi nú barasta ekkert mæta en svo birtist bara þessi gula og þá verður allt svo fallegt :-)
Hentist út í dag með allskyns dót og dúllerý og útbjó fallegan krók í stóra garðinum okkar.  Pallurinn okkar er er svo stór að það er ómögulegt að gera eitthvað kósý á honum þannig að ég notaði bara lítið svæði við hliðina á Kínakotinu okkar þar sem gróðurinn fær að njóta sín.
Leyfi myndunum að lýsa stemningunni :-)


Svo fengu dömurnar aðeins að hafa það kósý og lesa svoldið :-)
Þakka Stínu fyrir boðið og vona að þið hafið notið stundarinnar !

Wednesday, July 17, 2013

Monday, July 8, 2013

Rigningardagar...

Það hefur ekki farið framhjá neinum að sumarið í sumar hefur ekki alveg verið það besta.  Ég var búin að sjá fram á yndislegt sumar eins og undanfarin ár með endalausum myndatökum.  Stelpurnar í ermalausum kjólum, sól, blóm og rómantík.  En þar sem það bara rignir og rignir þá verður maður bara að gera gott úr því og draga fram regnkápuna og regnhlífina og skunda út með myndavélina :-)



 ...og munið að það er ekkert til sem heitir slæmt veður....bara slæmur klæðnaður :-)
Pollýanna