Ég (eins og kannski flestar aðrar konur ;-)) elska að skoða uppskriftir og hvað þá að elda eitthvað nýtt og ljúffengt. Í dag er til svo mikið af skemmtilegum matarbloggum með ótrúlega mikið af skemmtilegum og girnilegum uppskriftum. Ég á þrjú uppáhalds matarblogg sem ég skoða reglulega og hef prófað nokkrar uppskriftir þaðan.
Fyrst má nefna Ljúfmeti og lekkerheit.
Ég man þegar ég skoðaði þá síðu fyrst, þá var fyrsti dagurinn minn í átaki....ekki góð hugmynd...hehe. Allar uppskriftirnar svo girnilegar og er ég búin að prófa þónokkrar og eru allar alveg ótrúlega góðar. Sú uppskrift sem ég hef gert oftar en einu sinni og oftar en tvisvar er Möndlukakan góða. Mæli með henni, mjög einföld, fljótleg og ljúffeng. Uppskrift hér.
Næst vil ég nefna Eldhússögur. Enn og aftur, alveg ótrúlega girnilegar uppskriftir. Uppáhalds uppskriftin mín þaðan er án efa Kjúklingasúpan með eplum, karrý og engifer. Ein besta súpa sem ég hef smakkað og maðurinn minn gekk svo langt að segja að þetta VÆRI besta súpan sem hann hefði smakkað. Uppskrift hér.
Svo er það hún Eva Laufey Kjaran. Ótrúlega fallegt matarblogg með flottum "skref fyrir skref" myndum.
Ef þið eruð með matarblogg eða fylgist með einhverjum skemmtilegum matarbloggum þá megið þið endilega láta mig vita og ég bæti þeim við listann minn.
Einnig langar mig að segja ykkur mataráhugafólki frá einni snilldarsíðu sem heitir Tastebook. Það er síða sem heldur utanum allar uppáhalds uppskriftirnar þínar. Ég er búin að setja um 100 uppskriftir inn á mína síðu. Uppskriftirnar mínar get ég því nálgast hvar sem er (ef ég kemst í tölvu) og svo get ég deilt uppskriftunum mínum með vinum og vandamönnum. Svo er hægt að panta uppskriftabókina sína og maður fær uppskriftasafnið sitt í fallegri gormabók. Algjör snilld !!
Jæja og svo í lokin langar mig að prófa að vera lítill matarbloggari. Þetta blogg er hvort er eð stefnulaust og hví ekki að blogga um mat líka ;-)
Ég fór í vinasaumaklúbb í gær þar sem við áttum allar að koma með eitthvað á borðið. Ég ákvað að koma með Basilbollurnar góðu. Þær fékk ég upphaflega í saumaklúbb hjá Díönu vinkonu minni og kemur uppskriftin úr Gestgjafanum.
Basilbollurnar eru rosalega góðar og er komin hefð hjá okkur að baka þær á Bolludaginn í stað hinna hefðbundnu bolla. Mjög einfaldar og góðar.
Innihald:
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°. Setjið mjólk, smjör og salt í pott og hitið að suðu. Hrærið í þar til smjörið er bráðið. Setjið þá hveitið út í, takið af hitanum og hrærið rösklega þar til deigið sleppir börmunum. Látið kólna smástund og hrærið svo eggjunum saman við einu í senn. Deigið á að vera svo þykkt að það haldi lagi og e.t.v. þarf aðeins að nota hluta af seinasta egginu. Hrærið ostinum saman við og síðan fersku basil. Mótið kúlur úr deginu með tveimur teskeiðum og raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu. Penslið bollurnar með með eggjarauðu og bakið þær í miðjum ofni í 20-25mín eða þar til þær hafa tekið góðan lit og falla ekki (takið eina út til að prófa).
Verði ykkur að góðu :-)
Kristín