Ég er mikið jólabarn og elska allt sem viðkemur jólunum...fyrir utan stressið og lætin sem vilja oft fylgja. Ég elska líka að skoða fallegar jóla og vetrarmyndir sem fá mann til að gleyma stressinu og ná fram einhverri notalegri "nostalgíu" tilfinningu sem er svo góð.
Þar sem ég er alltaf að æfa mig í ljósmyndun og reyna að verða betri og betri þá ákvað ég í haust að ég ætlaði að prófa að taka svona vetrar og jólaljósmyndir og í kjölfarið fékk ég þá hugmynd af hafa svona Jólamyndadagatal, að birta eina mynd á dag frá 1.desember til jóla. Það yrði bæði pressa á mig að standa mig og bara skemmtilegt verkefni fyrir mig til að bæta mig. Svo náið þið vonandi lík að njóta og upplifa sömu tilfinningu og ég þegar ég skoða svona myndir :-)
Undirbúningurinn er búinn að vera nokkur ! Bæði hugmyndavinna og svo er heilmikill undirbúningur að redda rétta "propsinu".....hehe....bæði fatnaði og hlutum. En ferlið er búið að vera skemmtilegt. Ég er búin að taka eitthvað af myndunum en á eitthvað eftir.....er nefnilega svoldið að bíða eftir snjónum sem er að láta bíða eftir sér ;-)
Jólamyndadagatalið hefst sem sagt á morgun, 1.desember og mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-)
En vonandi hafið þið eins gaman að þessu og ég !
For my english speaking friends :-)
I just love Christmas / winter photos and I I got this idea a month ago to do a Christmas photo calendar on my blog. From December first until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)
kveðja
Kristín Vald jólabarn