Sunday, November 24, 2013

Jóladagatöl / Advent Calendars

Jæja, nú er aðeins vika í 1.desember sem þýðir að þá þarf að fara að huga að jóladagatalinu !

Ég gerði dagatalið okkar fyrir nokkrum árum síðan.  Vildi gera eitthvað öðruvísi þar sem ég nennti ekki að finna endalausar litlar gjafir og þar að auki fá stelpurnar í skóinn frá 12.desember.  Ég ákvað því að gera samverudagatal. 

Á hverjum degi er þeim lofað samverustund með okkur foreldrunum.  Stundin þarf ekki að vera stór, viðamikil eða dýr.  Bara hversdagslegir hlutir sem við erum að gera á aðventunni en með þessu eru þeir gerðir spennandi og skemmtilegir.  Þetta eru hlutir eins og að kíkja á kaffihús, baka piparkökur, horfa á jólamynd, föndra, skreyta, fara í göngutúr og skoða jólaljósin og svo framvegis.  Mínar stelpur eru allavega spenntar yfir þessu og eru nú þegar farnar að koma með hugmyndir hvað þær vilja gera :-)

Ég hengdi 24 litla sæta ramma á stóra hvíta plötu og útbjó miða með tölum frá 1-24 sem ég setti inní rammana.  Fyrir neðan rammana er svo lítill nagli þar sem ég hengi á lítinn upprúllaðan miða með slaufu. 


Þið getið svo kíkt á fleiri myndir af dagatalinu mínu hér.

En það er svooooo mikil til af skemmtilegum hugmyndum af jóladagatölum og ákvað ég að sýna ykkur nokkrar !

Hérna eru kaffibollar skreyttir skemmtilega.

Fallegir litlir babúsku pokar.

Hér er eitt mjöööög einfalt, umslög hengd upp á skemmtilegan hátt.  Hægt er að útfæra þessa hugmynd á marga vegu.
Lítil sæt hús sett á jólagrein.
Hver vill ekki fá eina smáköku á hverjum degi í desember :-)
Þetta er snilld fyrir unglinginn....já eða skvísumömmuna ;-)

Litlir bréfpokar, hægt að útfæra á ýmsa vegu.

Sniðug lausn fyrir alla Pez kallana sem safnast upp :-)
 
Litlar dósir með segli aftaná sem eru svo hengdar á ísskápinn.Önnur umslaga hugmynd.

Og svo eru það klósettpappírs rúllurnar :-)

Eitt sniðugt fyrir te unnendur !

Litlir vasar hengdir upp á vegg.

Algjör snilld fyrir endurvinnslufólkið :-)

Lítil box og pakkar í allskyns stærðum.

Mér finnst þessi falleg þar sem fallegt jólaksraut fær að njóta sín sem gjafir.


Fallegir marglitir jólasokkar hengdir á arininn.

24 litlar fötur með góðgæti.

Hver vill ekki fá einn koss á dag......því það kemur skapinu í lag :-)

Mjög sniðugt fyrir bjórunnendur.....


....en spurning hvort að vín dagatalið yrði kannski aðeins of mikið ???


 Eins og þið sjáið eru hugmyndirnar endalausar. Þannig að nú er bara að fara að bretta upp ermarnar og undirbúa jóladagatalið ykkar !
  
Hér eru fleiri hugmyndir af skemmtilegum jóladagatölum á Pinterest, nánar tiltekið 1250 hugmyndir :-)
Í desember ætla ég svo að hafa jólamyndadagatal hérna á  blogginu og á facebook síðunni.....fylgist því spennt með :-)
I just wanted to show you my Christmas calendar and some other ideas I found on Pinterest, some awsome ideas :-)  I also wanted to tell you that I´m having a Christmas "photo" Calendar here on my blog in December.....so stay tuned :-)
kveðja
Kristín Vald

12 comments:

 1. Vá, dagatalið þitt er flottast nafna mín, þvílíka draumamamman !!

  Njótið vel þessa dásamelga tíma framundan,

  með norðankveðju,
  Kikka

  ReplyDelete
  Replies
  1. Æ takk Kikka mín og njóttu sömuleiðis :-)

   Delete
 2. Magnaðar hugmyndir og frábært dagatalið sem þið eruð að búa til fyrir ykkur og stelpurnar :)

  Kv. Ragga (Ársel)

  ReplyDelete
 3. Þetta er æði. Sjálf er ég mikil dagatalakona og skókona (s.s. sú sem setur í skóinn) og finnst ekkert jafn gaman en að viða að mér litlum gjöfum og er að því allt árið. En mér reikanðist svo til að þetta væru 111 litlar gjafir fyrir mína þrjá stráka og stundum var þetta smá áskorun. Ég man að þú sagðir mér einhvern tímann frá þessu með samverustundirnar (eða ég las það á FB) og ég hef algjörlega fengið að nýta mér þá hugmynd - blanda s.s. samverustundum í litlu gjafirna. En spurning hvort ég breyti því alveg í samverudagatal. En langar að spyrja þig aðeins nánar út í það - - reynist ekkert erfitt að ná þessum stundum daglega? Þá er ég bara að að velta fyrir ef maður er kannski vinna fram eftir eitthvert kvöldið, saumó eða eitthvað þess háttar. Og þá velti ég fyrir mér - þegar þær opna samverustund þá er það væntanlega fyrir samverustund þann daginn - eða hvað?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Þegar Matthildur var lítil var þetta ekkert mál, eitt barn á leikskóla og maður gat skipulagt sig eins og maður gat. Svo bættist við barn og Matthildur byrjaði í skóla og tómstundum og þá vandaðist málið. Oft er desember svo drekkhlaðinn að erfitt er að koma þessum stundum inn í skipulagið.
   Í dag skipulegg ég ekki allan mánuðinn fyrirfram eins og ég gerði fyrst heldur er ég með hugmyndabanka, bæði frá mér og frá stelpunum. Svo kvöldið áður þá sé ég hvernig skipulagið verður og ákveð þá hvað við gerum. Og stundum verður þetta ekki alveg samverustund heldur eitthvað skipulagt sem stelpurnar eða við fjölskyldan ætluðum að gera eins og t.d. jólaföndur í skólanum, jólatónleikar, afmæli, laufabrauðsbakstur með fjölskyldunni eða eitthvað annað.
   Stundum stendur á miðanum að þær megi velja....þá velja þær oftast að hafa kósý, horfa á jólamynd eða eitthvað ! Ef að pabbinn vinnur frameftir þá er bara mamman sem er í samverustundinni og svo öfugt :-) Svo fá stundum amman og afinn eða frænkan samverustundina ef að pabbinn og mamman þurfa að kíkja á jólahlaðborð ;-)

   Bara að skipuleggja þetta eins og maður vill. Og ef að skipulagið er þannig að ekkert er hægt að gera þá er hægt að hafa litlar gjafir þann daginn :-)

   Delete
  2. Þetta er bara snilld - takk Kristín - ég hlakka til að skipulegga okkar :-) kv. Ragga

   Delete
 4. What a beautiful blog! Iceland has always fascinated me. You have beautiful photos, I will definitely start following you, although I don't understand everything you write :). I'm from Finland, speak Swedish and live in Italy.

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hi Pia and thank you. I´ll try to have a little translation of my text for you.....or you´ll just use google translate ;-)

   Delete
 5. Flott hugmynd að jóladagatali! Börnin kunna alltaf að meta samverustundir og sniðugt að nýta þær í dagatalið. Jólaljósa gönguferð hefur alltaf verið vinsæl á mínu heimili og líka aðventuferð á Árbæjarsafnið.
  kv
  Freyja

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk Freyja :-) Bæti aðventuferðinni á Árbæjarsafnið í safnið ;-)

   Delete
 6. Ótrúlega fallegt hjá þér og yndislegt að fá að fylgjast með ykkur fallega fjölskylda

  ReplyDelete