Showing posts with label DIY. Show all posts
Showing posts with label DIY. Show all posts

Saturday, December 10, 2016

December 10

10.desember

Smá föndur í dag !  Jólaskraut úr trjáskífum :)

Fann þessa fínu lerkigrein hjá tengdapabba og sagaði hana niður í sneiðar.  Pússaði þær svo aðeins og málaði aðra hliðina með krítarmálningu.  Svo er hægt að skrifa hvað sem er á þær, hengja á pakka eða jólatréð :)







A little Christmas DIY today, Wood slice ornaments.  I painted them with chalk paint and then you can write on them and decorate them.  Use them as a ornament or Christmas tags :)

Kristín

Monday, December 5, 2016

December 5

5.desember 

Þæfð akörn :)

Áttum yndislega samverustund við mæðgur þar sem við vorum að þæfa.  Þæfðum margar litlar kúlur og bjuggum til akörn.  Ég átti fullt af þessum akörnum þar sem ég hafði keypt pakka af þeim til að skreyta fyrir langa löngu.  Ég tók þau í sundur, henti hnetukjarnanum og límdi þæfðar kúlur í staðinn :)  Ótrúlega einfalt og skemmtilegt og hægt að nota t.d. til að skreyta pakka eða jólatréð :)





DIY today, felted acorns :)



Saturday, December 3, 2016

December 3 - Homemade Nutella

3.desember

Hver elskar ekki Nutella ???  
Allavega ég :)
En eins og við flest vitum en Nutella ekki kannski það hollasta í heimi.  
En hvað ef ég segði ykkur að hægt er að búa til heimalagað Nutella sem er töluvert hollara og alveg eins gott !

Aðeins tvö hráefni og tekur enga stunda að búa til, enginn auka sykur og engin aukaefni, bara hnetur og dökkt súkkulaði....hljómar of gott til að vera satt :)   Og algjör snilld að gera til að gefa í litlar aðventugjafir, leynivinagjafir eða jólagjafir fyrir þá sem eiga allt !


Uppskrift:

200 gr heslihnetur án hýðis (ca tveir litlir pokar)
170 gr dökkt súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)

Ristið hneturnar í ofni á 200°C í 10 mín.  Ef þið eruð með heslihnetur með hýði, takið þá hýðið af með því að setja hneturnar í viskastykki og mylja hýðið af með því að nudda hnetunum saman.





Setjið því næst hneturnar í matvinnsluvél og látið þær maukast vel í góðar 5 mínútur þangað til þær verða að mauki.  Gott er að stoppa öðru hverju og skafa hliðarnar með sleikju.




Svo setjið þið súkkulaðið í lítinn pott og bræðið við vægan hita. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið maukuðum heslihnetunum saman við og hrærið þangað til að allt hefur blandast vel saman.




Setjið á krukkur og í kæli.

Ágætt er að setja krukkurnar í kæli í tvo tíma til að blandan nái að harðna aðeins en svo er gott að taka þær úr kæli geyma þær á þurrum stað svo að blandan verði ekki of hörð.

Svo er bara að njóta með því sem hugurinn girnist :)

Værsegooo :)






Homemade Nutella :)

Homemade Nutella. Nutella. Two ingredients. Ten minutes. THAT’S IT. 

Ingredient:
200 gr hazelnuts 
170 gr dark chocolate

.....and use google translate to translate the above....hehe...

Thursday, December 10, 2015

December 10.

10.desember

Þetta er nýja skrauthillan mín :)  Ég hef safnað fallegu jólaskrauti á jólatréð í mörg, mörg ár og yfirleitt þegar ég fer til útlanda þá elska ég að fara í jólabúðir og kaupa 1-2-3 jólaskraut til minningar um ferðina sem ég fór í.  En í fyrra sagði jólatréð stopp !!!  Það komst ekki meira skraut á það en mér þykir svo vænt um allt skrautið mitt og hvað gera bændur þá ???  Senda kallinn útí bílskúr til að smíða litla hillu fyrir hluta af jólaskrautinu :)   .....já svo erum við líka að spá í að stækka jólatréð okkar þetta árið svo restin af skrautinu komist fyrir ;)



This is my new keepsake shelf my husband made for me.  I love to collect beautiful Christmas ornaments and everywhere I go I try to buy some ornaments that reminds me of that place.  But the Christmas tree is "full" and I can´t fit all of my ornaments there so I asked my husband if he could make me a little shelf for some of the ornaments :)  .....and we are also getting a bigger tree ;)

hugs
Kristín 

Saturday, December 5, 2015

December 5. Fireplace decoration


Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég mjög hrifin af skógarþemanu, þ.e. lítil jólatré, snjór og lítil skógardýr.  Ég ákvað þó að "poppa" þemað aðeins upp á arninum mínum og bæta við smá retro bílum :) Er virkilega ánægð með hvernig til tókst :)



Stóra pallettu jólatréð útbjó eiginmaðurinn minn fyrir mig í fyrra og fer svo vel þarna á arninum. Þið getið lesið meira um það hér.


Litla bjallan fékk að fylgja mér heim frá Svíþjóð í september, akkúrat í þetta verkefni :) Litlu jólatréin eru úr Söstrene.  Viðarkubbarnir undir glerkúplunum eru úr garðinum, útbúnir af eiginmanninum !


Litli bambinn úr Toy´srus....svo mikið krútt :)


Svo fær aðventukransinn minn að njóta sín þarna í skógarævintýrinu :)


Þessi VW rúgbrauð er náttúrulega bara æði, pöntuðum það bara á herra Ali :)  









This is my fireplace decoration this year.  I really like the woodland feeling this year but I decided to add some retro Christmas cars to the theme :)

Hope you like it :)

Kristín Vald

Wednesday, December 2, 2015

December 2. Christmas Wreath

 Í dag ætla ég að sýna ykkur smá föndur en það er hurðarkransinn minn í ár :)

Gerður úr mosa og skreyttur með litlum jólatrjám og litlum bamba.  Smá skógarfílingur í jólaskrautinu mínu í ár :)

Njótið !!







This is my Christmas Wreath this year, made from moss, some bottle brush trees and a little bambi :)  A woodland feeling this year !



All the best

Kristín

Monday, December 8, 2014

Christmas Calendar, December 8.

Dagur 8

Smá jólaföndur í dag.  Ástkær eiginmaður minn kom til mín um daginn með þetta skemmtilega jólatré og spurði mig hvort að ég gæti eitthvað notað það.....og ég hélt það nú :)

Hann smíðaði (eða sagaði) jólatré úr gamalli utanhússklæðningu sem var orðið svoldið veðruð.  Svo skreytti ég það.  Ég átti þessa fínu perlu seríu sem ég festi á tréð með litlum nöglum.  Svo keypti ég litla skrautið í Söstrene, finnst það svooooo fallegt, ég var alveg eins og smákrakki í nammibúð þegar ég var að velja það :)

Er bara nokkuð ánægð með nýja tréð mitt sem stendur núna upp á arninum mínum :)


Hér sjást betur litlu dásamlegu kúlurnar úr Söstrene <3 p="">


Stjörnuna keypti ég fyrir mörgum árum og passaði líka svona vel á toppinn !


Fann svo þessa mynd á Pinterest eftir að við gerðum tréð, mjög svipað og okkar og sýnir vel hvernig þau eru.


Today I´ll show you a little Christmas DIY that me and my husband made.  My husband made the tree from old pallets and I decorated it with some lights and little ornaments :)

hugs
Kristín

Monday, December 1, 2014

Christmas Calendar: 1.december

Jæja....loksins loksins er kominn 1.desember og nú hefst jóladagatalið mitt.  Mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-) 

Ég er búin að vera dugleg í sumar og haust að undirbúa mig, safna fullt af hugmyndum, útfæra þær, safna propsi og taka myndir.  En þar sem maður býr á þessu blessaða, fallega skeri þá ræður maður ekki alltaf veðrinu og núna vantar mig snjó og stillu til að taka helminginn af myndunum sem ég ætla að taka.  Vonandi kemur það veður bráðlega svo að þið fáið nú skemmtilegt og jólalegt dagatal.

Ég er búin að taka eitthvað af myndum en aðallega innimyndir og ýmsar uppstillingar.  Ég ætla að líka hafa í dagatalinu eitthvað föndur sem ég hef gert og ætla ég að byrja á því í dag :)


Hérna er hurðarkransinn minn :)  Mér þykir voðalega vænt um hann en ég gerði hann fyrir örugglega 10 árum síðan og hugmyndina fékk ég úr jólablaði Marie Claire idees frá 1998.  Ég elska að nýta þar sem tilfellur í náttúrunni :)  Við týndum bara birkigreinar úti í garði og söguðum þær niður í sirka 4mm búta með bandsög.  Síðan keypti ég stóran basthring í Blómaval en hann var aðeins of mjór þannig að ég þykkti hann aðeins með því að vefja reipi utanum hann.  Síðan límdi ég viðarflögurnar á með límbyssu.

Kransinn nýtur sín vel með engu skrauti en núna fyrir jólin ákvað ég að poppa hann aðeins upp.  Ég fór út í garð og klippti 3 tegundir af greni.  Síðan átti ég þessa fallegu furuköngla sem ég týndi í Kjarnaskógi í sumar.  Upphaflega setti ég reyniber á kransinn en þau verða svo fljótt ljót þannig að ég átti þessi fallegu rauðu ber í föndurkassanum.





Hérna sést hvernig ég vafði reipinu utanum bastkransinn.


Og hérna sjást viðarflögurnar sem ég límdi á bastkransinn.


Today my Christmas photo Calendar starts :)
From today until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)

This is my Christmas Wreath I made 10 years ago but it´s still classic.  I made it from wood chips.

All the best
Kristín