Saturday, December 3, 2016

December 3 - Homemade Nutella

3.desember

Hver elskar ekki Nutella ???  
Allavega ég :)
En eins og við flest vitum en Nutella ekki kannski það hollasta í heimi.  
En hvað ef ég segði ykkur að hægt er að búa til heimalagað Nutella sem er töluvert hollara og alveg eins gott !

Aðeins tvö hráefni og tekur enga stunda að búa til, enginn auka sykur og engin aukaefni, bara hnetur og dökkt súkkulaði....hljómar of gott til að vera satt :)   Og algjör snilld að gera til að gefa í litlar aðventugjafir, leynivinagjafir eða jólagjafir fyrir þá sem eiga allt !


Uppskrift:

200 gr heslihnetur án hýðis (ca tveir litlir pokar)
170 gr dökkt súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)

Ristið hneturnar í ofni á 200°C í 10 mín.  Ef þið eruð með heslihnetur með hýði, takið þá hýðið af með því að setja hneturnar í viskastykki og mylja hýðið af með því að nudda hnetunum saman.





Setjið því næst hneturnar í matvinnsluvél og látið þær maukast vel í góðar 5 mínútur þangað til þær verða að mauki.  Gott er að stoppa öðru hverju og skafa hliðarnar með sleikju.




Svo setjið þið súkkulaðið í lítinn pott og bræðið við vægan hita. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið maukuðum heslihnetunum saman við og hrærið þangað til að allt hefur blandast vel saman.




Setjið á krukkur og í kæli.

Ágætt er að setja krukkurnar í kæli í tvo tíma til að blandan nái að harðna aðeins en svo er gott að taka þær úr kæli geyma þær á þurrum stað svo að blandan verði ekki of hörð.

Svo er bara að njóta með því sem hugurinn girnist :)

Værsegooo :)






Homemade Nutella :)

Homemade Nutella. Nutella. Two ingredients. Ten minutes. THAT’S IT. 

Ingredient:
200 gr hazelnuts 
170 gr dark chocolate

.....and use google translate to translate the above....hehe...

2 comments:

  1. Nammi, namm hljómar ekkert smá vel :)
    Knús,
    Sigga og fuglarnir

    ReplyDelete
  2. Uwielbiam nutellę choć zawsze idzie mi w biodra😊 Twój przepis jes genialny i prosty a jednocześnie smaczny.

    ReplyDelete