Saturday, September 29, 2012

Haustið - Autumn

Haustið er svo yndislegur tími.  Fallegir litir, rökkrið, kertaljós og kósý.
 
Til að reyna að fanga eitthvað af þessum fallegu litum og stemningu þá fór ég út með stelpurnar mínar í gær og var myndavélin með í för.
 
 

 
 
Njótið !!

For my english speaking friends:

I just love autumn, it´s my favorite season. The beautiful colors, the darkness,
candles and the cosy feeling. 
So to try to catch the autumn feeling I went outside with my girls and the camera today :-)

 

Sunday, September 23, 2012

Endurvinnsla

Nú á dögum er enginn maður með mönnum nema að endurvinna ruslið.  En svo er líka hægt að endurvinna fullt af gömlum hlutum sem við eigum á heimilinu.  Hér koma nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera.....svo er bara að nota ímyndunaraflið :-)
 
Gamlar ausur og skeiðar geta nýst á margan hátt, t.d. fyrir kerti og til að geyma ýmislegt góss.
 
 
 
 
 
Svo er hægt að nota gömul hnífapör sem höldur á skápa.
 
 
 
 
Já....eða nota skeiðar sem svona fínt ljós :-)
 
 
Svo getur maður bara rammað gömlu silfurskeiðarnar hennar ömmu í fallegan ramma, bjútífúl :-)
 
 
Áldósir geta verið til margra hluta nytsamlegar.
 
 
Fallegt að mála þær og skella svo á þær einum gaffli !!
 
 Gamlar glerkrukkur.
 
 
 
Hér er gamall sleði hengdur upp á vegg og notaður sem hilla.
 
 
Gamalt kefli notað sem borð.
 
 
Svo eru gömlu skíðunum hent upp vegg og notuð sem fatahengi.
 
 
Smart kertastjakarar úr gömlum skermum.
 
 
Gamla sigtið komið á góðan stað.
 
 
Fallegt að setja gamla lykla í ramma.
 
 
Hurðahúnar málaðir og notaðir sem hankar.
 
 
Fallegur rammi getur verið fallegur bakki.
 
 
Hægt er að nota gamla málmbakka sem minnistöflu.
 
 
Gamla ferðataskan komin með nýtt hlutverk.
 
 
Alveg sérdeilis fallegt.
 
 
Hér er komið þetta fína fuglahús.
 
 
Þetta er nú skemmtilegt, kerti sett undir gömul rifjárn :-)
 
 
Vonandi kveikir þetta í einhverju hjá ykkur.  Fleiri hugmyndir má sjá hér.
 

Tuesday, September 4, 2012

Viður

Já, ég veit.....ekki sú duglegasta hér í bloggheimum.  Það eru þó nokkur verkefni í gangi sem þið fáið sá sjá í vetur ;-)
 
En þangað til ætla ég bara að sýna ykkur eitthvað sniðugt sem ég finn á veraldarvefnum.  Ég hef alltaf verið hrifin af náttúrulegum efnum eins og t.d. við.  Það er svo ótrúlega mikið hægt að gera með allskonar spýtur, trjálurka og greina og það besta er.....að það kostar ekki neitt ;-)  Bara fara útí garð (ef þið eigið garð) og saga nokkrar greinar og svo er alveg örugglega hægt að verða sér úti um einhverja sverari lurka hjá einhverjum sem eru að grisja garðinn sinn og skóga.
 
Hérna koma nokkrar flottar hugmyndir:
 
Þessi kökustandur er "absalútt" minn uppáhalds og er ég búin að panta svona hjá tengdó sem er smiður !!  Svo er kakan líka svo smart ;-)
 
 
Hér er annar kökustandur, aðeins einfaldari:
 
 
Bara ótrúlega smart möffinsstandur með flottum sveppamöffins
 
 
Svo er það einfaldur kökudiskur
 
 
 
Flottar diskamottur
 
 
.....og ostabakki !!
 
 
Svo er hægt að nota ímyndunaraflið í borðskreytingum
 
 
 
Svo er hægt að saga niður greinar, allar í sömu stærð og líma niður á hjartalaga
plötu og þá er kominn þessi fíni hitaplatti !
 
 
Bora gat í trjálurka fyrir sprittkerti eða mjórra gat fyrir venjuleg kerti, ótrúlega smart !
 
 
 
Þessi kerta og lurka arinn var notaður fyrir brúðkaup, fullkomið !
 
 
Svo má bara stafla lurkunum upp í arininn, kemur vel út !
 
 
...eða mála þá hvíta upp á punt !
 
 
 
Svo má nota stóra lurka í kolla.  Það er fullt af stórum öspum út um allan bæ sem er verið
að fella og tilvalið að nota í svona kolla :-)
 
 
 
Svo má líka mála þá hvíta !
 
 
 
...eða bora í þá nokkrar holur fyrir trélitina :-)
 
 
Klósettrúlluhaldari og hankar
 
 
Svo má mála á tréskífurnar með krítarmálningu !
 
 
 
Sem sagt, ótrúlega mikið sem hægt er að gera fyrir ekki svo mikinn pening. OK...kannski ekki allir sem geta snarað sér út með vélsögina eeeeen, það er hægt að byrja smátt og fara út með klippurnar ;-)
 
Allar þessar myndir og fleiri hugmyndir er hægt að sjá á Pinterestinu mínu.
 
Ég gerði t.d. þennan krans fyrir nokkrum árum úr litlum tréskífum sem ég sagaði niður og límdi með límbyssu á svona grunnkrans úr Blómavali.
 

 
Svo setti ég nokkra lurka í arininn minn síðasta vetur með stórum kertum og kom það mjög vel út (sést kannski ekki mjög vel á þessum myndum).

 
 Gangi ykkur vel !!