Sunday, September 23, 2012

Endurvinnsla

Nú á dögum er enginn maður með mönnum nema að endurvinna ruslið.  En svo er líka hægt að endurvinna fullt af gömlum hlutum sem við eigum á heimilinu.  Hér koma nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera.....svo er bara að nota ímyndunaraflið :-)
 
Gamlar ausur og skeiðar geta nýst á margan hátt, t.d. fyrir kerti og til að geyma ýmislegt góss.
 
 
 
 
 
Svo er hægt að nota gömul hnífapör sem höldur á skápa.
 
 
 
 
Já....eða nota skeiðar sem svona fínt ljós :-)
 
 
Svo getur maður bara rammað gömlu silfurskeiðarnar hennar ömmu í fallegan ramma, bjútífúl :-)
 
 
Áldósir geta verið til margra hluta nytsamlegar.
 
 
Fallegt að mála þær og skella svo á þær einum gaffli !!
 
 Gamlar glerkrukkur.
 
 
 
Hér er gamall sleði hengdur upp á vegg og notaður sem hilla.
 
 
Gamalt kefli notað sem borð.
 
 
Svo eru gömlu skíðunum hent upp vegg og notuð sem fatahengi.
 
 
Smart kertastjakarar úr gömlum skermum.
 
 
Gamla sigtið komið á góðan stað.
 
 
Fallegt að setja gamla lykla í ramma.
 
 
Hurðahúnar málaðir og notaðir sem hankar.
 
 
Fallegur rammi getur verið fallegur bakki.
 
 
Hægt er að nota gamla málmbakka sem minnistöflu.
 
 
Gamla ferðataskan komin með nýtt hlutverk.
 
 
Alveg sérdeilis fallegt.
 
 
Hér er komið þetta fína fuglahús.
 
 
Þetta er nú skemmtilegt, kerti sett undir gömul rifjárn :-)
 
 
Vonandi kveikir þetta í einhverju hjá ykkur.  Fleiri hugmyndir má sjá hér.
 

5 comments:

 1. dásamlegar hugmyndir - veit samt ekki hvort maður myndi tíma að breyta sumu gönlu góssi, hehe!

  ReplyDelete
 2. hehehe......nei, það er líka spurning;-)

  En mig langar til eignast gamla fallega ausu til að búa til fallegan kertastjaka eins og á fyrstu myndinni !!

  ReplyDelete
 3. Hrifin var eg af fuglahusinu! Snilld
  Kv. Brynja

  ReplyDelete
 4. Æðislegar hugmyndir. Dósirnar og rammabakkinn algjör snilld.
  Með kveðju,
  I Sif

  ReplyDelete
 5. Hæ, hæ. Var að komast að því að þú bloggar svona skemmtilega og ekki vantar hugmyndirnar. Mun fylgjast náið með þér í framtíðinni. Sjáumst á sveimi í sveitinni. Kv., nafna þín Reynisdóttir.

  ReplyDelete