Dagur 8
Smá jólaföndur í dag. Ástkær eiginmaður minn kom til mín um daginn með þetta skemmtilega jólatré og spurði mig hvort að ég gæti eitthvað notað það.....og ég hélt það nú :)
Hann smíðaði (eða sagaði) jólatré úr gamalli utanhússklæðningu sem var orðið svoldið veðruð. Svo skreytti ég það. Ég átti þessa fínu perlu seríu sem ég festi á tréð með litlum nöglum. Svo keypti ég litla skrautið í Söstrene, finnst það svooooo fallegt, ég var alveg eins og smákrakki í nammibúð þegar ég var að velja það :)
Er bara nokkuð ánægð með nýja tréð mitt sem stendur núna upp á arninum mínum :)
Hér sjást betur litlu dásamlegu kúlurnar úr Söstrene <3 p="">3>
Stjörnuna keypti ég fyrir mörgum árum og passaði líka svona vel á toppinn !
Fann svo þessa mynd á Pinterest eftir að við gerðum tréð, mjög svipað og okkar og sýnir vel hvernig þau eru.
Today I´ll show you a little Christmas DIY that me and my husband made. My husband made the tree from old pallets and I decorated it with some lights and little ornaments :)
hugs
Kristín
No comments:
Post a Comment