Dagur 10
Möndlumix
Ég elska að gera svona möndlumix, sérstaklega fyrir jólin. Gott að hafa þetta í skál á borðinu í staðinn fyrir sætindi og svo er upplagt að gera þetta og gefa í gjafir. Ekki er svo verra að stelpurnar mínar elska þær :)
Það er mjög einfalt að búa þetta til og hér kemur listinn yfir það sem þú þarft:
1 poki möndlur
1 poki Kasjú hnetur
1/2 poki Jarðhnetur (fást í Asíu búðinni á móti Hlemmi)
....og þær hnetur sem þið viljið, hef oft sett venjulegar salthnetur með.
Rósmarín
Maldon salt
2-3 msk Maple syróp
Möndlumixinu er hellt í skál, sýrópið blandað saman við og hrært saman. Síðan er hellt yfir þær fullt af rósmarín og maldon salti.
Möndlurnar eru settar á smjörpappír á bökunarplötu og svo inn í ofn á ca. 125°C í 40 mín. Gott að hræra reglulega í þeim.
Möndlurnar eru síðan teknar úr ofninum, látnar kólna og svo muldar í skál.
Svo er hægt að setja möndlumixið í fallega krukku, skreyta smá og þá er komin falleg gjöf á aðventunni <3>3>
Njótið :)
Homemade Almond/cashew mix
I just love making this Almond/cashew mix before Christmas. It´s so easy and delicious :)
What you need is:
Almonds
Cashew nuts
.....and the nuts you like !
Rosmary
Maldon Salt
2-3 Tbl spoons Maple Syrup
Mix the the ingredients into a bowl and mix it until the nuts are well coated with the flavorings. Spread nuts out onto a rimmed baking sheet lined with parchment paper. Bake until glazed and golden (about 40 minutes at 125°C/250°F), stirring twice during the cooking process. Sprinkle a little salt over the nuts immediately after they come out of the oven.
Enjoy :)
Kristín
Lítur dásamlega út! Hlakka til að prufa þetta :)
ReplyDeleteVáá girnó ætla að gera svona um helgina :)
ReplyDelete♥
ReplyDelete