Monday, December 1, 2014

Christmas Calendar: 1.december

Jæja....loksins loksins er kominn 1.desember og nú hefst jóladagatalið mitt.  Mun ég birta hér eina mynd eða myndasafn á hverjum degi til jóla :-) 

Ég er búin að vera dugleg í sumar og haust að undirbúa mig, safna fullt af hugmyndum, útfæra þær, safna propsi og taka myndir.  En þar sem maður býr á þessu blessaða, fallega skeri þá ræður maður ekki alltaf veðrinu og núna vantar mig snjó og stillu til að taka helminginn af myndunum sem ég ætla að taka.  Vonandi kemur það veður bráðlega svo að þið fáið nú skemmtilegt og jólalegt dagatal.

Ég er búin að taka eitthvað af myndum en aðallega innimyndir og ýmsar uppstillingar.  Ég ætla að líka hafa í dagatalinu eitthvað föndur sem ég hef gert og ætla ég að byrja á því í dag :)


Hérna er hurðarkransinn minn :)  Mér þykir voðalega vænt um hann en ég gerði hann fyrir örugglega 10 árum síðan og hugmyndina fékk ég úr jólablaði Marie Claire idees frá 1998.  Ég elska að nýta þar sem tilfellur í náttúrunni :)  Við týndum bara birkigreinar úti í garði og söguðum þær niður í sirka 4mm búta með bandsög.  Síðan keypti ég stóran basthring í Blómaval en hann var aðeins of mjór þannig að ég þykkti hann aðeins með því að vefja reipi utanum hann.  Síðan límdi ég viðarflögurnar á með límbyssu.

Kransinn nýtur sín vel með engu skrauti en núna fyrir jólin ákvað ég að poppa hann aðeins upp.  Ég fór út í garð og klippti 3 tegundir af greni.  Síðan átti ég þessa fallegu furuköngla sem ég týndi í Kjarnaskógi í sumar.  Upphaflega setti ég reyniber á kransinn en þau verða svo fljótt ljót þannig að ég átti þessi fallegu rauðu ber í föndurkassanum.





Hérna sést hvernig ég vafði reipinu utanum bastkransinn.


Og hérna sjást viðarflögurnar sem ég límdi á bastkransinn.


Today my Christmas photo Calendar starts :)
From today until the twenty fourth I´ll show one picture or picture collage here on my blog and my facebook page, pictures that bring out a warm, cosy Christmas feeling in my self and hopefully someone else :-)

This is my Christmas Wreath I made 10 years ago but it´s still classic.  I made it from wood chips.

All the best
Kristín

2 comments: