Saturday, December 5, 2015

December 5. Fireplace decoration


Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég mjög hrifin af skógarþemanu, þ.e. lítil jólatré, snjór og lítil skógardýr.  Ég ákvað þó að "poppa" þemað aðeins upp á arninum mínum og bæta við smá retro bílum :) Er virkilega ánægð með hvernig til tókst :)



Stóra pallettu jólatréð útbjó eiginmaðurinn minn fyrir mig í fyrra og fer svo vel þarna á arninum. Þið getið lesið meira um það hér.


Litla bjallan fékk að fylgja mér heim frá Svíþjóð í september, akkúrat í þetta verkefni :) Litlu jólatréin eru úr Söstrene.  Viðarkubbarnir undir glerkúplunum eru úr garðinum, útbúnir af eiginmanninum !


Litli bambinn úr Toy´srus....svo mikið krútt :)


Svo fær aðventukransinn minn að njóta sín þarna í skógarævintýrinu :)


Þessi VW rúgbrauð er náttúrulega bara æði, pöntuðum það bara á herra Ali :)  









This is my fireplace decoration this year.  I really like the woodland feeling this year but I decided to add some retro Christmas cars to the theme :)

Hope you like it :)

Kristín Vald

2 comments:

  1. virkilega flott nafna mín - og gaman að blanda svona saman :)

    kv.Langholtsfrúin ;)

    ReplyDelete
  2. Vá! Þetta er virkilega dásamlegt hjá þér :)

    ReplyDelete