Tuesday, December 8, 2015

December 8.

8. desember

Ég á mér fallegar bernskuminningar um vetrardaga, mikinn snjó og kulda.  Í einni þeirra er ég að skauta á túninu fyrir utan æskuheimili mitt í Mosfellssveitinni.  Yfirleitt var maður í allt of stórum skautum, sem gekk á milli okkar systkinanna, en maður lét það ekki á sig fá.  Skautaði út um allt og bjó til rútínur sem hefðu slegið í gegn í listdansi á skautum á Ólympíuleikunum.  Svo bjuggum við til endalaus snjóhús í stórum sköflum sem mynduðust fyrir aftan húsið eða renndum okkar endalausar ferðir í brekkunni.

Svo klukkan fjögur kallaði mamma á mann inn í heitt kakó og svo var horft á Húsið á sléttunni :) 

Einhver sem kannski við þessa minningu ?? :) 

Þessi mynd dregur fram þessar bernskuminningar :)


This picture brings out some childhood memories for me.  Playing outside in so much snow, skating on the pond next to my childhood home, making snowhouses and sleighriding.  Then at four on that Sunday afternoon my mom calls us in for a hot cocoa and then we all watched "The little house on the prairie" :)  I think that many people in Iceland can relate to that memory.....especially watching "The little house on the prairie" :)

Hugs and kisses from the storm in Iceland

Kristín

1 comment: