Heimalagað Baileys......þarf ég að segja meira ??
Aðeins 6 hráefni og tekur innan við 5 mínútur að búa til...og svo gott á bragðið......þetta er bara of gott til að vera satt :)
Uppskriftin er svo hér:
Heimalagað Baileys
1 peli rjómi
1 dós niðursoðin mjólk (condenced milk - fæst í Asíubúðum t.d. við Hlemm og í Melabúðinni)
200 -400 ml Viskí (smekksatriði)
1 tsk skyndikaffi (duftið)
2 msk súkkulaði sýróp (t.d. Herseys)
1 tsk vanilludropar
Setið allt hráefnið í blandara og setjið á hæsta hraða í 30
sek.
Setjið á lokaðar flöskur og geymið í kæli. Hristið fyrir notkun.
Geymist í kæli í um mánuð (ágætt að skrifa dags. á miðann)
Einfaldara er það ekki :) ...og svo gott !!
Í uppskriftinni sem ég fann á netinu þá var helmingi meira af viskíi. Þegar ég gerði fyrstu uppskrift þá fannst mér allt of mikið viskíbrað þannig að ég minnkaði það um helming. Þannig að þegar þið gerið uppskriftina þá mæli ég með að þið byrjið á að setja minna viskí og svo bara bæta við eftir smekk :)
Ég notaði flöskur undan Froosh smoothie og bjó ég til miðana sjálf. Ef þið viljið fá svona miða þá endilega sendið á mig póst (kristinvald@gmail.com) og ég sendi ykkur skjalið sem þið prentið svo út á A4 límmiða örk og klippið svo út :)
Ég gerði tvöfalda uppskrift og hún dugði á 6 flöskur !
Ég notaði flöskur undan Froosh smoothie og bjó ég til miðana sjálf. Ef þið viljið fá svona miða þá endilega sendið á mig póst (kristinvald@gmail.com) og ég sendi ykkur skjalið sem þið prentið svo út á A4 límmiða örk og klippið svo út :)
Ég gerði tvöfalda uppskrift og hún dugði á 6 flöskur !
Homemade Baileys
I'm talking only 6 ingredients and less than 5 minutes
start to finish. No cooking, no dirtying tons of dishes, no problem.
After this, you will never buy Bailey's again! It's so easy and
makes perfect gifts. Who wouldn't want to receive this?
Ingredients
·
1 cup light cream (I used heavy whipping
cream, which made it even richer)
·
14 ounces sweetened condensed milk
·
1 2/3 cup Irish whiskey
·
1 teaspoon instant coffee
·
2 tablespoons chocolate syrup
·
1 teaspoon vanilla
1. Combine
all ingredients in a blender and set on high speed for 30 seconds.
2. Bottle
in a tightly sealed container and refrigerate. Shake before using.
3. Will
keep for up to 1 month.
Enjoy
Kristín Vald
Baileys er alltaf gott :)
ReplyDeletetakk fyrir þetta
kveðja
Langholtsfrúin
Ó mæ gúddness, þarf greinilega að prufa þetta :) Og stíliseringin á myndunum er bara æði!
ReplyDeleteTakk takk mín kæra, já mæli með þessu :)
DeleteGreat, appetizing photos ! ! ! Best regards from Poland ;)
ReplyDeleteÞessar myndir eru æðislegar og hugmyndin geggjuð.
ReplyDelete