Þegar ég var lítil ólst ég upp með svona kósý-rólu í garðinum okkar. Í henni var maður öllum stundum, hvort sem það var sól eða skýjað. Ég man meira að segja eftir mér í henni í maí, undir teppi, lesandi undir próf !
Svo þegar ég eignast minn garð varð ég náttúrulega að eignast svona kósý-rólu og er þessi róla eitt mest notaða útihúsgagnið í garðinum.
Nú og svo eignuðumst við sumarbústað og þá urðum við náttúrulega að fá okkur kósý-rólu á pallinn okkar þar. En þá voru góð ráð dýr, hvergi fundum við góða garðrólu nema eina sem kostaði 130 þúsund takk fyrir.....aðeins of mikið fyrir okkar buddu ! Þá tók ástkær eiginmaður minn sig til að smíðaði eitt stykki (eða eiginlega tvö stykki) kósý-rólu handa frúnni :-) .....og hver veit nema hann taki að sér smá auka smíðavinnu fyrir áhugasama !!!
Rólan er nú komin í bústaðinn og í góða veðrinu í síðustu viku gerði ég hana extra fína og flotta og tók myndir af henni fyrir sumarblogg partýið hennar Stínu Sæm (Svo margt fallegt). Fullt af sumarlegum og fjölbreyttum sumarbloggpóstum þar, endilega kíkið á þá :-)
ahhhh.......hverjum langar ekki að liggja þarna og láta sig dreyma :-)
....lesa kannski góða bók eða skemmtilegt blað.....
Sólhlíf úr IKEA sem er hægt að festa á róluna til að fá skugga.
Þessum systrum finnst allavega voðalega kósý að slappa af í kósý-rólunni :-)
...og svo er nú smá áskorun til ykkar sem lesa bloggið mitt reglulega en kvitta aldrei; hvernig væri nú að skilja eftir smá spor í kommentunum !!! Ég veit þið getið það og það tekur ekki meira en mínútu......sem er tluvert minna en það sem fór í þessa færslu hjá mér ;-)
My husband made me this wonderful Porch Swing for our summerhouse :-)
Shared with: Favorite photo Friday
My husband made me this wonderful Porch Swing for our summerhouse :-)
Shared with: Favorite photo Friday
kveðja
Kristín
Glæsilegt. Væri til í að eiga svona kósýrólu.
ReplyDeleteNei, hættu nú alveg! Þessi róla er geðveikislega flott!!!!! :-)
ReplyDeletejiiminn, þetta er yndisleg róla, langar svo í svona. Kveðja Guðný Björg
ReplyDeleteGeggjuð róla :)
ReplyDeleteVá hvað þetta er falleg bloggfærsla hjá þér. Er svo innilega sammála þeim hér að ofan... yndislega geðveikislega flott róla og ALLT við þessar myndir svo undurfallegt.
ReplyDeleteTakk fyrir að taka þátt í bloggpartýinu og deila þessari dásemd með okkur.
sumarkveðja
Stína Sæm
Takk takk og takk fyrir að bjóða í dásamlegt sumarbloggpartý. Það allavega ýtti við mér að gera þessar sumarfærslur :-)
DeleteYNDI!!!!
ReplyDeleteHvað er bóndinn að taka fyrir svona smíði??? :)
Hann var að spá í 60 þúsund sem er helmingi minna en rólan í Grillbúðinni sem við sáum !
Deletenafna, nafna, nafna..........þetta er náttúrulega bara gordjöss hjá ykkur :)
ReplyDeleteknús í sumarhús
Bakkafrúin
Yndislega fallegt og kósý! Vissi ekki að þú værir með blogg, en gaman! Mun klárlega vera tíður gestur hér hjá þér listakona! :)
ReplyDeleteTakk fyrir það Helga mín, gaman að vita af þér á síðunni minni :-)
DeleteÞessi er sko FLOTT! :)
ReplyDeletekv. Bogga
Dásamlega fallegt. Takk fyrir að leyfa okkur að sjá.
ReplyDeleteKveðja
Dagrún
Þú ert svo mikill nostrari og smekkmanneskja fram í fingurgóma. Flott smíði og hönnun hjá eiginmanninum, það verður brjálað að gera hjá honum í framtíðinni :)
ReplyDeleteYndislegar myndir og einstaklega smekklegt og fallegt. Væri til í að hafa svona rólu á pallinum mínum!
ReplyDeleteMyndirnar þínar eru frábærar eins og alltaf!
ReplyDeleteKvitt kvitt..yndislega flott:)
ReplyDeleteSko Gústa hann rokkar, rosa flott...Verst að eiga ekki bústað né pall annars væri ég búin að leggja inn 1 stk pöntun ekki spurning!! :D
ReplyDeleteKnús í bústað eða ...
Sigga (rosa ánægð hvað þú ert dugleg að nota sætustu kjólana :))
hehe...þeir fara að vera svo ofnotaðir að mig bráðvantar nýja kjóla ;-)
DeleteKristin! Since I don't know your language... :) I have to ask! I know It's a creation of yours but is really yours?! I mean your home???? If it is, you live in a wonderland. Such amazing scenery. *big sigh*
ReplyDeletehehe.....yes Mona, it is my wonderland. I don´t live there but it´s my summerhouse we go to almost every weekend :-) And my husband just made me this porch swing !
Deletehugs
Yndislegar myndir, er sérstaklega hrifin af litunum á púðum og teppinu í rólunni.
ReplyDeleteKveðja
Frú Galin
Kristín mín, þetta eru æðislegar myndir. Rólan er svo falleg, hún er eins og sú allra besta í Bo Bedre.
ReplyDeleteVið stálumst til að kíkja inn í litla Kínahúsið ykkar, mikið er þetta sætt hjá ykkur og fallegt í kring um húsið ykkar.
knús til þín.
Guðrún