Jæja, þá er ljósmyndadellan alveg að fara með kellu því í dag dröslaðist ég út með allskyns dót og dúllerí og stillti upp í rómantíska myndatöku af systrunum. Notaði þessa fínu himnasæng úr IKEA !
Systurnar alveg að verða þreyttar á þessu veseni á mömmu sinni.....hehe....en myndatakan tókst bara mjög vel :-)
Ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar ég er búin með svona myndatöku, að vita af myndavélinni fullri af góssi, henda kortinu í tölvuna og sjá dásemdina birtast á tölvuskjánum. Svo að bíða eftir að stelpurnar hendist í bólið svo ég geti átt ástarsamband við tölvuna mína, velja myndir og vinna þær í photoshop og lightroom....ekkert skemmtilegra :-)
Hér koma nokkrar myndir úr tökunni í dag:
Endilega látið svo heyra í ykkur, vil endilega fá álit ykkar.....hvort ég sé á réttri leið eða hvort ég eigi bara að halda þessu fyrir mig ;-)
kveðja
Kristín
I did a romantic shot with my girls today and it turned out pretty good :-) I used an IKEA bed canopy and hung it up in a tree in my garden.
endilega haltu áfram nafna og endilega deildu áfram með okkur, myndirnar þinar eru dásamlegar
ReplyDeleteknús í hús frá Boston
Eins og úr fallegasta tímariti, yndislegar myndir, takk fyrir að deila þeim með okkur hinum ;-)
ReplyDeleteK.kv.úr firðinum fagra Fáskrúðsfirði Anna.
Takk kærlega Anna frá firðinum fagra :-)
Deletejiiiii minn eini þú verður að halda áfram að deila þessu með okkur. Yndislegar myndir og hnáturnar eru nátturlega guðdómlegar. Keep up the good stuff darling. Það væri gaman að fara í smá myndasafarí saman í sumar ;o)
ReplyDeleteKnús í kotið
Vilborg
Takk Vilborg mín....og já, endilega förum í myndasafarí í sumar ;-)
Deleteyndislegar myndir af yndislegum stúlkum.. Takk fyrir að deila..
ReplyDeleteKveðja
Ása
Takk Ása :-)
DeleteFrábærar myndir af dásamlegu dömunum þínum :)
ReplyDeleteTakk takk :-)
DeleteMig langar að koma með strákana mína til þín í myndatöku!!!! Fallegar myndir hjá þér og dæturnar náttúrulega yndislegar :)
ReplyDeleteHaltu áfram á þessari braut og umheimurinn fylgist með :)
Bestu kveðjur,
Elísabet í Njarðvík
Takk fyrir fallegt komment Elísabet frá Njarðvík (finnst gaman að vita hvaðan þið komið :-))
DeleteFój, fój Kristín mín eins og það sé nokkur sppurning um að halda áfram, þú ert þvílíkur snilli, stelpurnar dásemd og við hin lifnum við að skoða þessar fallegu og listrænu myndir frá þér...Svo you go girl !! :D
ReplyDeleteKnús
Sigga og fuglarnir sem væru pottþétt, örugglega tilbúin í myndatöku hjá þér ;))
Takk Sigga mín, fuglarnir verða þá bara að koma til mín í myndatöku við tækifæri ;-)
DeleteÉg myndi þiggja það með bukti og beygjum Kristín :-) Kannski væri hægt að sameina okkur og frú Ásthildi frá Ánabrekku við tækifæri..
DeleteOfsalega skemmtilegar og fallegar myndirnar þínar :) og endilega haltu áfram að deila þeim með okkur :) Módelin þín eru nú líka alveg ótrúlega duglegar (ég á tvo gaura og það er vonlaust að reyna ná þeim saman á mynd ;)
ReplyDeletekv. Halla
ps ég held ég hafi séð ykkur mæðgur á Læknastofu í Glæsibæ í síðustu viku og var næstum farin að heilsa ;) þóttist amk þekkja aðra dömuna þína :)