Ég er búin að bíða í allan vetur og allt vor eftir góða sumarveðrinu til að taka fallegar útimyndir og nota linsuna mína sem ég fékk í desember. En nei nei.....sumarið ekki alveg á leiðinni. Ég náði samt nokkrum myndum eftir kvöldmat í gærkvöldi...svona rétt á milli skúra ;-) Mútaði snúllunni minni með ís þar sem mig langaði svo að taka af henni afmælismyndir því hún á 5 ára afmæli í dag.....jibbýýýýýý.
Myndatakan heppnaðist svona líka vel þó hún hafi ekki tekið nema um 15 mínútur.
...og svo er úrval af myndum úr tökunni....átti svoldið erfitt með að velja myndir !
Hérna er sniðugt forrit þar sem er hægt að gera svona myndasöfn (collage) eins og er hérna fyrir ofan. Einfalt og þægilegt og hægt að velja um fullt af möguleikum :-)
Vona að sumarið fari nú að koma með sól í hjarta og blóm í haga.
kveðja
Innilega til hamingju með afmælisstelpuna þína. Fallegar myndir hjá þér, hvernig linsu fékkstu í desember? Vonandi fáum við að sjá myndir úr afmælisveislunni, ég er alveg viss um að þú hefur gert eitthvað fallegt sem gaman væri að sjá!
ReplyDeleteTakk Agnes :-) Ég fékk 50 mm 1.4 í desember sem ég fíla í botn og get ekki beðið að nota hana almennilega úti í sumar. Svo fékk ég 70-200 linsuna í afmælisgjöf í maí :-)
DeleteÞú færð því miður ekki að sjá neitt úr afmælisveislunni....hehe....hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum en í afmælisborðhaldi ;-)
Yndislegar myndir af afmælisstelpunni þinni, til hamingju með hana :)
ReplyDeleteFlottar myndir af flottri snúllu...
ReplyDeleteTil hamingjum með afmælið hennar..
Gleymdist, við kommentið fyrir ofan...
ReplyDeletekveðja Ása
Stunning photos! SO beautiful!
ReplyDeleteFallegar myndir af yndislegri afmælisstúlku.....Til lukku mað daginn!!! :) Knús og kveðja frá Norge :)
ReplyDeleteTakk Agnes mín og knús tilbaka :-)
DeleteShe is beautiful! :)
ReplyDeleteEkki skrýtið að erfitt hafi verið að velja myndir, hver annarri flottari af prinsessunni. Kv. Björg
ReplyDeleteJedúddimía hvað þetta eru sætar myndir af litla gleðigjafanum, outfittið er æði :)...Sé að Lóa verður að eignast eitt stykki gallajakka, smart saman ;-)
ReplyDeleteKnús,
Sigga
Til lukku með litlu skvísuna þína, hún er algjört yndi svo ekki sé meira sagt!
ReplyDeleteSvo gaman að sjá myndirnar hjá þér, ég fæ bara ekki nóg ;o) Vonandi náum við að hittast í sumar, er að skoða miða heim ;o)
Knús í kotið
Vilborg