Jæja, nú fer að síga á seinnihlutann á þessu svokallaða sumri. Er ekki búin að taka helminginn af þeim myndum/hugmyndum sem ég ætlaði að taka í sumar út af rigningu og veðri :( En þá er bara að vona að haustið verði fallegt með öllum sínum fallegu haustlitum :-)
Svo er ég búin að skrá mig á ótrúlega spennandi "online" ljósmyndanámskeið í vetur sem byrjar í september. Þetta er portrait og lifestyle workshop hjá dönskum ljósmyndara sem heitir Christina Greve. Ótrúlega flottur ljósmyndari sem er markþjálfi líka og hef ég trú á að ég eigi eftir að læra fullt fullt í vetur. Hlakka allavega miiiiikið til að byrja :-)
Hér er ein mynd frá síðasta sólardegi sem var núna í ágúst