Saturday, June 14, 2014

Á ströndinni

Erum úti á Spáni og því tilvalið að taka nokkrar myndir af dömunum á ströndinni :)
Hér eru skvísumyndir af 6 ára dömunni !



I´m on vacation in Spain right now so of course I took some pictures of my girls on the beach :)
Kristín Vald

Friday, June 6, 2014

Frozen afmæli

Litla heimasætan hélt upp á 6 ára afmælið sitt í vikunni og bað að sjálfsögðu um Frozen afmæli.  Ég fór því að einn rúnt um Pinterest og fékk fullt af skemmtilegum hugmyndum sem ekki kostuðu mikið :)


Ég keypti ljósblá plastglös og diska.  Síðan gróf ég upp jóladótið og fann hekluðu snjókornin mín og hengdi þau í ljósakrónuna fyrir ofan borðið.


Bakaði síðan muffins og gerði ljósblátt smjörkrem sem ég sprautaði mjög frjálslega á kökurnar.  Það átti að koma mjög fallegt rósarmunstur á kökurnar en það heppnaðist einhvernveginn ekki....hehe....en 6 ára skvísurnar voru lítið að spá í því ;-) 


 Svo keypti ég snjókornaskraut í Allt í köku og dreyfði yfir kökurnar.  Síðan eru það Frozen topparnir sem gera útslagið.  Fann myndir á Pinterest sem ég prentaði út í tveimur eintökum, klippti og límdi saman bak í bak og festi tannstöngul á milli.  Einfalt en skemmtilegt :)




Svo voru það sætu snjókarlanefin sem ég gat ekki sleppt !  Litlar gulrætur :)  Stelpurnar borðuðu snjókarlanefin upp til agna og var eiginlega of lítið af þeim.  Gott að hafa smá hollt líka :)  Bjó líka til ídýfu úr sýrðum rjóma og púrrulaukssúpu sem þær gátu dýft í.



Bara sætur hann Ólafur :)


Svo þurftum við að sjálfsögðu að hafa hreindýrahorn !!  Lítil pretzels :)


Miðana föndraði ég í photoshop með myndum sem ég fann á netinu.
Hreindýrið Sveinn !


Stelpurnar fengu Frozen fígúrurnar frá ömmu og afa í vetur og voru þær að sjálfsögðu notaðar.  Setti smá gervisnjó í kertastjakann minn og leyfði þeim Önnu, Elsu, Kristjáni og Hans að njóta sín þar.


Svo voru það gjafapokarnir sem allar stelpurnar fengu í þakkargjöf.  En það voru "Viltu koma að gera snjókarl" poki :)


Í honum voru 3 stórir marshmellows og 2 litlir fyrir fætur.  2 saltstangir fyrir hendur.  5 súkkulaðidropar fyrir hnappa og augu og svo 1 appelsínugult nammi fyrir nef !  Sem sagt allt sem maður þarf til að búa til snjókarl :)

Notaði sellofón gjafapoka úr Söstrene og svo föndraði ég toppinn og heftaði við.



Það er sem sagt ýmislegt skemmtilegt hægt að gera :)

A little Frozen birthday party I did for my daughters 6 years birthdayparty !

kveðja
Kristín Vald