Fyrsti í aðventu í dag og langaði mig að sýna ykkur aðventu"kransinn" minn :)
Sá svipaða mynd á Pinterestinu um daginn og bara varð að gera mína útfærslu á svona kransi. Ég elska að nota það sem til fellur í nátturinni. Ég sendi kallinn út í garð og fann hann eina væna birkigrein sem var að klofna frá aðaltrénu og felldi hann hana. Svo sagaði hann hana bara í passlega lengd, heflaði aðeins undir greinina þannig að hún situr vel á borði. Síðan gerði hann 4 göt fyrir kertin.
Svo fann ég til smá greni, litla köngla og rauð ber sem ég átti og skreytti hann smá :)
Er bara nokkuð ánægð með hann :)
Minni svo á jólamyndadagatalið mitt sem byrja á morgun !!!
This is my advent candles this year. I just love using natural material and something you can collect in your garden...and that is what we did :)
And my Christmas calendar starts tomorrow :)
Kristín