Jæja, hérna er svo nýjasta verkefnið mitt, snagar í sumarbústaðinn.
Ég sá úrfærslu á svona snögum á Pinterestinu í fyrra og ákvað strax að ég myndi gera svona í sumarbústaðinn okkar. Þannig að í heilt ár er ég búin að vera að safna að mér allskyns hnúðum í allskonar búðum, hérlendis (Tekk, Evita, Borð fyrir tvo, Tiger, Söstrene, Laura Ashley ofl) og erlendis (Anthropology). Alveg ótrúlega mikið til af fallegum hnúðum.
Svo var ég að sjálfsögðu búin að senda kallinn út í bílskúr til að útbúa fyrir mig plötuna. Svo var bara að mála og bora.
Síðan þurfti að raða hnúðunum saman á spjöldin og ákvað ég að hafa það eftir litaþema. Það eru sem sagt þrjú svefnherbergi í bústaðnum og fær hvert herbergi sinn lit og sitt þema eftir þessum snögum. Sem sagt eitt herbergi verður blátt, eitt grænt og eitt bleikt :-)
Svo voru snagarnir loksins hengdir upp um helgina og koma þeir bara ótrúlega vel út.
Hérna eru bláu snagarnir:
...og svo grænu snagarnir í græna herberginu:
Bleiku snagarnir:
Hér er svo kveikjan af þessum skemmtilegu snögum. Alveg ótrúlega mikið af flottum hugmyndum þarna úti á veraldarvefnum....og þá er bara að framkvæma :-)
Svo væri mjög gaman að fá smá komment frá ykkur. Ég sé að ég er að fá ótrúlega mikið af heimsóknum á síðuna mína en fá komment. Ekki vera feimin :-)
kveðja
Kristín