Monday, May 7, 2012

Steinar

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á smá færslu hjá mér.  Langar að sýna ykkur afrakstur helgarinnar.  Mjög skemmtilegt verkefni sem hægt er að gera með allri fjölskyldunni, málaðir steinar úr fjörunni.
Fiskasteinarnir okkar :-)


Undanfarið hef ég verið að sjá og leita af flottum myndum á Pinterestinu af máluðum steinum og það er sko ótrúlega mikið til af flottum hugmyndum þar. 

Við eigum bústað á Snæfellsnesi og við vorum þar um helgina.  Kíktum við svo niðrá Djúpalónssand og þar er svo ótrúlega mikið af flottum steinum þannig að við týndum fullt af þeim þar.  Svo er líka bara svo fallegt þarna :-)
Svo þegar við komum aftur í bústaðinn þá settumst við niður og skreyttum steinana.  Stelpunum fannst þetta mjög gaman og okkur mömmunum ekki síður.  Mæli með þessu
Ég keypti gull og silfur penna í Office One og líka túss með metalic áferð.  Svo er líka flott að nota "glitter glue".  Næst ætlum við að prófa að mála á steinana líka....og hér eru nokkrar myndir af afrakstrinum.  Þetta er allavega eitthvað sem við eigum eftir að gera aftur :-)
Uglusafnið hjá stelpunum.


Hér eru svo nokkrar flottar hugmyndir af Pinterestinu:


Meira hér

Þá er bara að skella sér í fjöruferð með fjölskyldunni, týna nokkra fallega steina og fara heim að mála og skreyta !

6 comments:

 1. En hvad thetta er flott hjá ykkur og notalegt! Hlakka ekkert smá til ad koma í sveitina til ykkar og mála á steina :-) Ég hef aldrei notad tússpenna, alltaf notad málningu svo ég verd ad prófa thad med Kirvil, gód hugmynd! Knús á línuna...

  ReplyDelete
 2. Geggjað skemmtilegt, ég og litla stelpan mín gerðum einmitt andlit seinasta sumar á steina hér fyrir utan - henni til mikillar gleði og skemmtunar :)

  ReplyDelete
 3. En flott hjá ykkur, hef aldrei heldur prófað að nota tússpenna. Við höfum alltaf málað, verð að prófa þetta líka.
  Rekumst kannski einhvern tíman á ykkur á nesinu ;)
  kram
  Ranný

  ReplyDelete
 4. En flott, greinilega listrænir hæfileikar á ferð, ætla að notfæra mér þetta í okkar sumarbústaðaferð í sumar :-)

  K.Kv.
  Sigga (Kínamamma:-)))

  ReplyDelete
 5. En skemmtilegt. Eg hef reyndar malad a steina i morg ar og thetta er frabaert hobby!

  ReplyDelete
 6. Steinarnir og snagarnir þínir eru meirháttar flottir. Þið eruð listrænar mæðgurnar - það verður sem betur fer ekki af ykkur tekið :) Snillingar. Kv., nafna þín Reynisd.

  ReplyDelete