Saturday, July 7, 2012

Sumar og sól

Ég hef lengi haft áhuga á ljósmyndun en kannski lítið gert í því að læra eitthvað og að læra vel á myndavélina mína.  Maður notar þvi miður allt of oft auto stillinguna :-(  En ég stefni á það í framtíðinni að læra meira.

En á meðan þá æfir maður sig bara með fallegustu fyrirsæturnar, dætur mínar ;-)  Ég fór með þær út um síðustu helgi, settist út i móa með stóru linsuna, þær léku sér og ég skaut um 200 myndir af þeim.....því að þá fær maður alltaf 20-30 mjög góðar.  Mér finnst skemmtilegustu myndirnar þar sem þær eru ekki með athyglina á mér og eru í leik, ekkert of uppstillt.

Ég vinn svo myndirnar alltaf aðeins í photoshop, lýsi þær, eyk contrastinn í levels og dreg aðeins niður litinn í saturation.  Svo hef ég aðeins verið að prófa að nota actions í photoshop sem er fljótleg leið til að vinna með myndirnar.  Það er hægt að fá flott actions hjá Florabella Collection og My 4 hens photography. Svona actions kosta slatta en hægt er á frá fríar prufur hér undir freebie.  Sniðugt til að prófa þetta :-)

Hérna kemur svo afraksturinn

Hérna er linkur á Sunday Snapshot þar sem fullt af fólki er að deila myndunum sínum og myndatrikkum.


Sumarkveðja
Kristín Vald

8 comments:

 1. Vá þvílíkt skemmtilegar myndir af skottunum þínum, dásamleg stemning alveg hreint!

  ReplyDelete
 2. Oh Kirstin ♥ ♥ ♥ These are all so beautiful!

  ReplyDelete
 3. Absolutely stunning!! Love the ones of them laughing.

  ReplyDelete
 4. Beautiful! Your girls are lovely and that backdrop is spectacular!
  Thanks for linking up with Sunday Snapshot :)

  ReplyDelete
 5. Breath-taking!! Amazing shots!

  ReplyDelete
 6. GORGEOUS in every way!!!

  What a beautiful series of your pretty girls!!

  xo,

  Lisa

  ReplyDelete
 7. Sæl

  sumarlegar og skemmtilegar myndir.
  Sumar og sólarkveðjur.

  Tóta og foreldar

  ReplyDelete