Já, ég veit.....ekki sú duglegasta hér í bloggheimum. Það eru þó nokkur verkefni í gangi sem þið fáið sá sjá í vetur ;-)
En þangað til ætla ég bara að sýna ykkur eitthvað sniðugt sem ég finn á veraldarvefnum. Ég hef alltaf verið hrifin af náttúrulegum efnum eins og t.d. við. Það er svo ótrúlega mikið hægt að gera með allskonar spýtur, trjálurka og greina og það besta er.....að það kostar ekki neitt ;-) Bara fara útí garð (ef þið eigið garð) og saga nokkrar greinar og svo er alveg örugglega hægt að verða sér úti um einhverja sverari lurka hjá einhverjum sem eru að grisja garðinn sinn og skóga.
Hérna koma nokkrar flottar hugmyndir:
Þessi kökustandur er "absalútt" minn uppáhalds og er ég búin að panta svona hjá tengdó sem er smiður !! Svo er kakan líka svo smart ;-)
Hér er annar kökustandur, aðeins einfaldari:
Bara ótrúlega smart möffinsstandur með flottum sveppamöffins
Svo er það einfaldur kökudiskur
Flottar diskamottur
.....og ostabakki !!
Svo er hægt að nota ímyndunaraflið í borðskreytingum
Svo er hægt að saga niður greinar, allar í sömu stærð og líma niður á hjartalaga
plötu og þá er kominn þessi fíni hitaplatti !
Bora gat í trjálurka fyrir sprittkerti eða mjórra gat fyrir venjuleg kerti, ótrúlega smart !
Þessi kerta og lurka arinn var notaður fyrir brúðkaup, fullkomið !
Svo má bara stafla lurkunum upp í arininn, kemur vel út !
...eða mála þá hvíta upp á punt !
Svo má nota stóra lurka í kolla. Það er fullt af stórum öspum út um allan bæ sem er verið
að fella og tilvalið að nota í svona kolla :-)
Svo má líka mála þá hvíta !
...eða bora í þá nokkrar holur fyrir trélitina :-)
Klósettrúlluhaldari og hankar
Svo má mála á tréskífurnar með krítarmálningu !
Sem sagt, ótrúlega mikið sem hægt er að gera fyrir ekki svo mikinn pening. OK...kannski ekki allir sem geta snarað sér út með vélsögina eeeeen, það er hægt að byrja smátt og fara út með klippurnar ;-)
Allar þessar myndir og fleiri hugmyndir er hægt að sjá á
Pinterestinu mínu.
Ég gerði t.d. þennan krans fyrir nokkrum árum úr litlum tréskífum sem ég sagaði niður og límdi með límbyssu á svona grunnkrans úr Blómavali.
Svo setti ég nokkra lurka í arininn minn síðasta vetur með stórum kertum og kom það mjög vel út (sést kannski ekki mjög vel á þessum myndum).
Gangi ykkur vel !!