Jæja, erum komin með sjónvarp í bústaðinn og er herbergið sem það er í frekar lítið og því ekki pláss fyrir einhverja hillusamstæðu. Við þurfum því að hengja það upp á vegg og ákváðum við að prófa að ramma það inn eins og ég sá á pinterestinu, bæði hér og hér. Það líka dregur aðeins úr svarta litnum sem myndi gleypa herbergið.
Það kemur líka bara svona ljómandi vel út.
Völdum að hafa rammann svoldið grófann. Fundum gamlar spýtur úti sem voru búnar að veðrast vel og orðnar svoldið gráar. Pússuðum þær ekki neitt, leyfðum þeim bara að njóta sín.
Flatskjárinn ekki alveg sá nýjasti í bænum þannig að við þurftum að hafa rammann svona djúpan.
Þarf svo að finna ráð til að fela svörtu ljótu snúruna...hehe....af hverju í ósköpunum eru rafmagnssnúrur alltaf svartar !
For my english speaking friends. This is my new framed TV that we made for our summerhouse.