Hérna er lítið DIY ("do it yourself") verkefni sem ég gerði um daginn.
Mig vantaði náttborðslampa í sumarbústaðinn og var ekki alveg að finna það sem mig langaði í. Fann svo ágæta lampa í rúmfatalagernum, hvíta lampa í gamaldags stíl.
Var ekki alveg að fíla skermana sem fylgdu með þannig að ég keypti nýja í IKEA.
En þar sem mig langar að hafa meira af litum í sumarbústaðnum þá ákvað ég að mála þá bláa (í svipuðum lit og
blái skápurinn).
Svo þegar ég var búin að mála þá þá mundi ég eftir litlum fiskum sem ég hafði keypt í sömu ferð í Rúmfó. Hafði ekki keypti þá í þessum tilgang en mér fannst upplagt að hengja þá á lampana. Mér finnst þetta bara koma vel út og er vel við hæfi að hafa svona fiskaþema þar sem við erum við sjóinn :-)
Svo hengdi ég upp aðra fiskitorfu á fínu
snagana mína í herberginu.
kveðja úr sumó
Kristín