Sunday, May 26, 2013

Sveitaferð

Fórum í sveitaferð í dag og að sjálfsögðu voru stelpurnar myndaðar bak og fyrir með dýrunum.  Hérna koma nokkrar valdar og unnar.  Það er alveg ótrúlegt hvað allt ungviði (börn, lömb, ungar, kettlingar ofl) er fallegt og gaman að mynda :-)
 




 
kveðja
Kristín....sem bíður eftir sumrinu

Shared with: Sunday snapshot, Favorite photo Friday

Saturday, May 11, 2013

Lítið DIY verkefni

Hérna er lítið DIY ("do it yourself") verkefni sem ég gerði um daginn. 
 
 
Mig vantaði náttborðslampa í sumarbústaðinn og var ekki alveg að finna það sem mig langaði í.  Fann svo ágæta lampa í rúmfatalagernum, hvíta lampa í gamaldags stíl. 
 
 
Var ekki alveg að fíla skermana sem fylgdu með þannig að ég keypti nýja í IKEA.
 
 
En þar sem mig langar að hafa meira af litum í sumarbústaðnum þá ákvað ég að mála þá bláa (í svipuðum lit og blái skápurinn).
 
 
Svo þegar ég var búin að mála þá þá mundi ég eftir litlum fiskum sem ég hafði keypt í sömu ferð í Rúmfó.  Hafði ekki keypti þá í þessum tilgang en mér fannst upplagt að hengja þá á lampana.  Mér finnst þetta bara koma vel út og er vel við hæfi að hafa svona fiskaþema þar sem við erum við sjóinn :-)
 



 
Svo hengdi ég upp aðra fiskitorfu á fínu snagana mína í herberginu.
 

 
kveðja úr sumó
Kristín

Sunday, May 5, 2013

Litið til baka - Apríl

Apríl var ágætur ljósmyndamánuður hjá mér.  Fékk þann heiður að taka myndir af tveimur afar fallegum fermingarstúlkum og tókst það bara ágætlega :-)  Síðan tók ég smá myndaþætti af stelpunum mínum. 
 
 Get ekki beðið eftir sumrinu því mér finnst nefnilega skemmtilegast að taka myndir úti í náttúrunni og er ég með fullt af hugmyndum í kollinum :-)
 
En hérna er myndasafn Apríl mánaðar